Vildi ekki styðja samkynhneigða og fær stuðning forseta Senegals Sindri Sverrisson skrifar 18. maí 2022 16:00 Angel Di Maria og Lionel Messi hikuðu ekki við að klæðast treyju með regnbogalitum númerum til stuðnings LGBTQI+ fólki. Idrissa Gueye neitaði að gera það. Samsett/Getty Senegalski knattspyrnumaðurinn Idrissa Gueye hefur verið gagnrýndur fyrir að neita, annað árið í röð, að taka þátt í átaki í frönsku 1. deildinni í fótbolta gegn hómófóbíu. Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“ Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira
Gueye hefur ekki viljað tjá sig um málið og þær „persónulegu ástæður“ sem lágu að baki því að hann tók ekki þátt í leik með PSG gegn Montpellier um helgina. New York Times segir að Gueye hafi ferðast með PSG í leikinn en ekki viljað klæðast sérstakri treyju liðsins, með regnbogalitum númerum, sem notaðar voru í leiknum. Treyjurnar voru liður í að vekja athygli á fordómum í garð LGBTQI+ fólks sem nú virðast svo sannarlega fyrirfinnast í búningsklefa frönsku meistaranna. Gueye hefur fengið stuðning úr æðstu stöðum í heimalandi sínu. „Ég styð Idrissa Gana Gueye. Það verður að sýna trúarskoðunum hans virðingu,“ skrifaði Macky Sall, forseti Senegal, á Twitter. Samkynhneigð er bönnuð með lögum í Senegal. Je soutiens Idrissa Gana Gueye. Ses convictions religieuses doivent être respectées.— Macky Sall (@Macky_Sall) May 17, 2022 Siðanefnd franska knattspyrnusambandsins hefur hins vegar sent Gueye bréf og krafið hann svara um ástæður þess að hann neitaði að spila gegn Montpellier. Í bréfinu segir að annað hvort sé orðrómurinn ósannur og að Gueye þurfi þá strax að leiðrétta hann, og megi þá taka mynd af sér með regnbogalitu treyjuna, eða þá að orðrómurinn sé sannur. Í því tilviki sé Gueye beðinn um að hugsa um þær slæmu afleiðingar sem hegðun hans hafi í för með sér. „Baráttan gegn mismunun ólíkra hópa er barátta sem stöðugt þarf að sinna,“ segir í bréfi siðanefndarinnar til Gueye. „Mismunun getur verið af ólíkum toga og tengst hörundslit, trúarbrögðum, kynhneigð og fleiru en felur alltaf í sér að fólk sé útilokað fyrir að vera ólíkt öðrum. Með því að neita að taka þátt ert þú að sýna stuðning við fordómafulla hegðun og útilokun fólks, ekki bara LGBTQI+ samfélagsins.“
Fótbolti Franski boltinn Senegal Hinsegin Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Sjá meira