Segir Sigurð Inga blessa okrið á leigumarkaði Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2022 15:38 Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins mælti fyrir frumvarpi í gær sem miðar að því að bæta húsnæðisöryggi og réttarstöðu leigjanda. Gunnar Smári Egilsson, einn helsti foringi Sósíalista gefur lítið fyrir frumvarpið. Sigurður Ingi lýsir þeirri skoðun sinni á samfélagsmiðlum að eins og staðan sé nú hafi ekki verið hægt að fylgjast með leigusamningum og þróun leiguverðs. En staða leigjenda hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu. „Ef þingheimur samþykkir frumvarpið þá verður breyting á, því leigusölum verður skylt að skrá samninga í opinberan húsnæðisgrunn. Slíkt gefur raunhæfari mynd af leigumarkaði og bætir réttarstöðu leigjenda.“ Enn ein nefnd vel setts millistéttarfólks Skráningarskyldan mun nýtast almenningi, að sögn Sigurðar Inga; gera leigumarkaðinn gagnsærri og hægt verður að nálgast upplýsingar um markaðsleigu húsnæðis eftir staðsetningu. „Upplýsingar um leiguverð mun nýtast við mat á því hvort leigufjárhæð eða síðari hækkun hennar sé sanngjörn og eðlileg í garð beggja samningsaðila. Samkvæmt gildandi rétti er markaðsleiga sambærilegs húsnæðis það meginviðmið sem líta ber til við mat á því hvort leigufjárhæð sé sanngjörn og eðlileg en skort hefur á að aðilar leigusamnings geti nálgast áreiðanlegar upplýsingar um markaðsleigu hverju sinni.“ Gunnar Smári segir þetta minna á aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart fátækt; að mynda enn eina nefnd vel setts millistéttarfólks um fátækt. „Framlag hennar gagnvart ójöfnuði var að búa til vefsíðu um upplýsingar upp úr skattframtölum. Nú mætir hún neyðarástandi á leigumarkaði með því að skylda leigjendur til að þinglýsa leigusamningum. Mun það bæta stöðu leigjenda? Nei.“ Meint andúð ráðherra á fátæku fólki Að mati Gunnars Smára, en skoðun sína tjáir hann á Facebook-vettvangi Sósíalista, lýsir þetta einhvers konar þráhyggju, þeirri trú að markaðsbrestur séu ekki vegna einokunar og fákeppni eða yfirburðastöðu seljenda og leigusala, heldur sé vandinn skortur á upplýsingum. „Ef upplýsingar flæða munu markaðurinn átta sig og jafna sig. Hannes Hólmsteinn trúir þessu ekki einu sinni lengur, hann hefur snúið sér að fasisma til verndar auð hinna ríku.“ Þá segir Gunnar Smári allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar bera með sér andúð á fátæku fólki, sem ráðherrar hlusti aldrei á. „Og þegar þeir gera það eru þeir sannfærðir um að það sé að ljúga, trúa því ekki að fátækt fólk segi satt, trúa bröskurunum frekar. Það er neyðarástand á húsnæðismarkaði og það er ljóst að ástandið á eftir að versna hratt næstu vikur og mánuði. Þessu mætir ríkisstjórnin með frumvarpi um skylduskráningu leigusamninga. Guð hjálpi leigjendum.“ Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigusalinn sem skattleggur almenning Það er einn sá aðili í samfélagi okkar sem er að valda okkur öllum skaða, ekki bara þeim fjórðung okkar sem búa á leigumarkaði heldur líka ykkur, sem eruð svo gæfusöm að búa þar ekki. Við berum öll skarðan hlut frá borði vegna hegðunar þeirra og ófyrirleitni, en við ættum að setja þeim mörk. 11. maí 2022 08:45 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Kveðja og hvatning frá leigjendum Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. 16. maí 2022 08:00 Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. 13. maí 2022 23:03 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Braut ítrekað kynferðislega á andlega fatlaðri konu og syni hennar Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Sigurður Ingi lýsir þeirri skoðun sinni á samfélagsmiðlum að eins og staðan sé nú hafi ekki verið hægt að fylgjast með leigusamningum og þróun leiguverðs. En staða leigjenda hefur verið mjög til umfjöllunar að undanförnu. „Ef þingheimur samþykkir frumvarpið þá verður breyting á, því leigusölum verður skylt að skrá samninga í opinberan húsnæðisgrunn. Slíkt gefur raunhæfari mynd af leigumarkaði og bætir réttarstöðu leigjenda.“ Enn ein nefnd vel setts millistéttarfólks Skráningarskyldan mun nýtast almenningi, að sögn Sigurðar Inga; gera leigumarkaðinn gagnsærri og hægt verður að nálgast upplýsingar um markaðsleigu húsnæðis eftir staðsetningu. „Upplýsingar um leiguverð mun nýtast við mat á því hvort leigufjárhæð eða síðari hækkun hennar sé sanngjörn og eðlileg í garð beggja samningsaðila. Samkvæmt gildandi rétti er markaðsleiga sambærilegs húsnæðis það meginviðmið sem líta ber til við mat á því hvort leigufjárhæð sé sanngjörn og eðlileg en skort hefur á að aðilar leigusamnings geti nálgast áreiðanlegar upplýsingar um markaðsleigu hverju sinni.“ Gunnar Smári segir þetta minna á aðgerðir ríkisstjórnarinnar gagnvart fátækt; að mynda enn eina nefnd vel setts millistéttarfólks um fátækt. „Framlag hennar gagnvart ójöfnuði var að búa til vefsíðu um upplýsingar upp úr skattframtölum. Nú mætir hún neyðarástandi á leigumarkaði með því að skylda leigjendur til að þinglýsa leigusamningum. Mun það bæta stöðu leigjenda? Nei.“ Meint andúð ráðherra á fátæku fólki Að mati Gunnars Smára, en skoðun sína tjáir hann á Facebook-vettvangi Sósíalista, lýsir þetta einhvers konar þráhyggju, þeirri trú að markaðsbrestur séu ekki vegna einokunar og fákeppni eða yfirburðastöðu seljenda og leigusala, heldur sé vandinn skortur á upplýsingum. „Ef upplýsingar flæða munu markaðurinn átta sig og jafna sig. Hannes Hólmsteinn trúir þessu ekki einu sinni lengur, hann hefur snúið sér að fasisma til verndar auð hinna ríku.“ Þá segir Gunnar Smári allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar bera með sér andúð á fátæku fólki, sem ráðherrar hlusti aldrei á. „Og þegar þeir gera það eru þeir sannfærðir um að það sé að ljúga, trúa því ekki að fátækt fólk segi satt, trúa bröskurunum frekar. Það er neyðarástand á húsnæðismarkaði og það er ljóst að ástandið á eftir að versna hratt næstu vikur og mánuði. Þessu mætir ríkisstjórnin með frumvarpi um skylduskráningu leigusamninga. Guð hjálpi leigjendum.“
Leigumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Leigusalinn sem skattleggur almenning Það er einn sá aðili í samfélagi okkar sem er að valda okkur öllum skaða, ekki bara þeim fjórðung okkar sem búa á leigumarkaði heldur líka ykkur, sem eruð svo gæfusöm að búa þar ekki. Við berum öll skarðan hlut frá borði vegna hegðunar þeirra og ófyrirleitni, en við ættum að setja þeim mörk. 11. maí 2022 08:45 Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15 Kveðja og hvatning frá leigjendum Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. 16. maí 2022 08:00 Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. 13. maí 2022 23:03 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Braut ítrekað kynferðislega á andlega fatlaðri konu og syni hennar Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Sjá meira
Leigusalinn sem skattleggur almenning Það er einn sá aðili í samfélagi okkar sem er að valda okkur öllum skaða, ekki bara þeim fjórðung okkar sem búa á leigumarkaði heldur líka ykkur, sem eruð svo gæfusöm að búa þar ekki. Við berum öll skarðan hlut frá borði vegna hegðunar þeirra og ófyrirleitni, en við ættum að setja þeim mörk. 11. maí 2022 08:45
Segir frumvarp um þak á leiguverð hafa verið sett á salt Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir í nýlegum pistli að frumvarpsdrög sem kveða á um þak á leiguverð hafi verið svæft. Hún segir stefna í neyðarástand á leigumarkaði. 9. maí 2022 12:15
Kveðja og hvatning frá leigjendum Nú að loknum borgarstjórnarkosningum þá er tilefni til að fara yfir atburði liðinna vikna og það sem gæti verið í vændum fyrir þær tugþúsundir fjölskyldna á höfuðborgarsvæðinu sem þurfa að lúta lögmálum hins villta leigumarkaðar. 16. maí 2022 08:00
Ófremdarástand og skoða þarf leiguþak alvarlega Ófremdarástand er komið upp á húsnæðismarkaðnum að sögn viðskiptaráðherra, sem segir tímabært að skoða það alvarlega að setja hömlur á leiguverð. Forsætisráðherra tekur í sama streng en segir vanta frekari gögn. 13. maí 2022 23:03