Oftast strikað yfir nafn Hildar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. maí 2022 18:27 Strikað var yfir nafn Hildar eða hún færð neðar á lista 290 sinnum, oftast allra frambjóðenda í borginni. Vísir/Vilhelm Af þeim ellefu flokkum sem voru í framboði í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík á laugardag var oftast strikað yfir nöfn frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir neðar á lista en nemur röðunartölu. Alls var strikað yfir nöfn frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins eða þeir færðir niður 1.004 sinnum. Þar á eftir kom Samfylkingin, með 422 útstrikanir eða færslur. Strikað var yfir nafn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, eða hún færð niður á lista, oftast allra frambjóðenda eða 290 sinnum. Sá frambjóðandi sem oftast var strikað yfir eða færður á lista Samfylkingarinnar var Hjálmar Sveinsson, með 114. Hjá Vinstri grænum var það oddvitinn Líf Magneudóttir sem var oftast strikað yfir eða hún færð neðar á lista, 65 sinnum. Hjá Pírötum var það Alexandra Briem, sem sat í öðru sæti á lista flokksins, sem var oftast strikað yfir eða hún færð, eða 45 sinnum. Á lista Framsóknar var oftast strikað yfir Einar Þorsteinsson oddvita, eða hann færður neðar á lista, alls 26 sinnum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, fékk þá 59 útstrikanir eða færslur, mest allra á lista Viðreisnar. Af Sósíalistum er það að segja að Trausti Breiðfjörð Magnússon, sem var í öðru sæti á lista flokksins og náði inn sem borgarfulltrúi, var færður niður lista eða strikað yfir nafn hans 13 sinnum. Hjá Flokki fólksins var það þá oddviti listans sem fékk flestar útstrikanir eða færslur, þó ekki nema átta. Í kosningaskýrslu Reykjavíkurborgar komu ekki fram upplýsingar um útstrikanir þeirra flokka sem ekki náðu inn fulltrúum í borgarstjórn. Þrír flokkar buðu fram en hlutu ekki náð í augum kjósenda, Miðflokkurinn, Reykjavík besta borgin og Ábyrg framtíð. Í skýrslunni kemur fram að kosningaþáttaka í Reykjavík hafi verið 61,1 prósent og gildir atkvæðaseðlar hafi verið 97,7 prósent. Heildarfjöldi útstrikana eftir flokkum var eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn – 1.004 Samfylkingin – 422 Píratar – 146 Framsóknarflokkurinn – 84 Vinstri græn – 83 Viðreisn – 77 Sósíalistaflokkurinn – 36 Flokkur fólksins – 14 Hér að neðan má sjá hvernig kosningarnar á laugardag fóru í Reykjavík: Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira
Strikað var yfir nafn Hildar Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins, eða hún færð niður á lista, oftast allra frambjóðenda eða 290 sinnum. Sá frambjóðandi sem oftast var strikað yfir eða færður á lista Samfylkingarinnar var Hjálmar Sveinsson, með 114. Hjá Vinstri grænum var það oddvitinn Líf Magneudóttir sem var oftast strikað yfir eða hún færð neðar á lista, 65 sinnum. Hjá Pírötum var það Alexandra Briem, sem sat í öðru sæti á lista flokksins, sem var oftast strikað yfir eða hún færð, eða 45 sinnum. Á lista Framsóknar var oftast strikað yfir Einar Þorsteinsson oddvita, eða hann færður neðar á lista, alls 26 sinnum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, fékk þá 59 útstrikanir eða færslur, mest allra á lista Viðreisnar. Af Sósíalistum er það að segja að Trausti Breiðfjörð Magnússon, sem var í öðru sæti á lista flokksins og náði inn sem borgarfulltrúi, var færður niður lista eða strikað yfir nafn hans 13 sinnum. Hjá Flokki fólksins var það þá oddviti listans sem fékk flestar útstrikanir eða færslur, þó ekki nema átta. Í kosningaskýrslu Reykjavíkurborgar komu ekki fram upplýsingar um útstrikanir þeirra flokka sem ekki náðu inn fulltrúum í borgarstjórn. Þrír flokkar buðu fram en hlutu ekki náð í augum kjósenda, Miðflokkurinn, Reykjavík besta borgin og Ábyrg framtíð. Í skýrslunni kemur fram að kosningaþáttaka í Reykjavík hafi verið 61,1 prósent og gildir atkvæðaseðlar hafi verið 97,7 prósent. Heildarfjöldi útstrikana eftir flokkum var eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn – 1.004 Samfylkingin – 422 Píratar – 146 Framsóknarflokkurinn – 84 Vinstri græn – 83 Viðreisn – 77 Sósíalistaflokkurinn – 36 Flokkur fólksins – 14 Hér að neðan má sjá hvernig kosningarnar á laugardag fóru í Reykjavík:
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Sjá meira