Samúel Kári Friðjónsson, Patrik Gunnarsson og félagar þeirra í Viking unnu sannfærandi 6-1 útisigur gegn Rosseland eftir að hafa komist í 3-0 á fyrstu 14 mínútum leiksins.
Viðar Örn Kjartansson og félagar hans í Vålerenga unnu 5-1 útisigur gegn Kolbu og norsku meistararnir í Bodø/Glimt með Alfons Sampsted innanborðs unnu4-0 útisigur gegn Rana FK.
Þá unnu Ari Leifsson og félagar hans í Strömsgodset 4-0 útisigur gegn Hønefoss í leik þar sem heimamenn nældu sér í tvö rauð spjöld í fyrri hálfleik.
Að lokum unnu Valdimar Þór Ingimundarson og félagar hans í Sogndal 5-0 útisigur gegn Floro.