Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir getur náð risastóru takmarki í endurkomu sinni í Amsterdam um helgina. Instagram/@sarasigmunds Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum. Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira