Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 08:00 Það brutust út mikil fagnaðarlæti í Guttagarði þegar Everton tryggði veru sína í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Jay Barratt/Getty Images Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. Mikið hefur borið á því að stuðningsfólk enskra knattspyrnuliða sé að vaða inn á völlinn þegar lið þeirra hefur tryggt sæti sitt eða haldið vonum um að komast upp um deild á lífi. Stuðningsfólk Everton æddi inn á Goodison Park, heimavöll liðsins, eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur á Crystal Palace. Í umspili ensku B-deildarinnar gerðist það að Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, var skallaður af stuðningsmanni Nottingham Forest. Þetta helst allt í hendur við aukin afbrot og vandamál á leikjum Englands á þessari leiktíð. Til að mynda er talið að kókaín notkun á fótboltaleikjum Bretlandseyja hafi aldrei verið meiri. „Öryggi allra þeirra sem fara á völlinn á leikdegi er okkar helsta forgangsatriði. Fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag höfum við sent félögum deildarinnar regluverk sem snýr að því hvað gera skal ef áhorfendur æða inn á völlinn,“ segir talsmaður deildarinnar. „Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda á leikvöllum deildarinnar en veit þó að aðeins er um lítinn minnihlutahóp að ræða. Meirihluti áhorfenda sem mætir á völlinn styður lið sitt á virðingarverðan hátt.“ „Enska úrvalsdeildin hefur hvatt félög til að minna stuðningsfólk sitt á að það má ekki fara inn á völlinn. Ef það er gert gæti það farið á sakaskrá og verið bannað að mæta á leiki í framtíðinni,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar Premier League has released a statement ahead of the final round of matches. Says it is 'concerned' at fan behaviour but says 'reckless actions' are from a minority. pic.twitter.com/aTSciIHVFn— Simon Stone (@sistoney67) May 20, 2022 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag. Þar kemur í ljós hvort Manchester City eða Liverpool verður Englandsmeistari, hvort Tottenham Hotspur eða Arsenal nái Meistaradeildarsæti og hvort Burnley eða Leeds United falli. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira
Mikið hefur borið á því að stuðningsfólk enskra knattspyrnuliða sé að vaða inn á völlinn þegar lið þeirra hefur tryggt sæti sitt eða haldið vonum um að komast upp um deild á lífi. Stuðningsfólk Everton æddi inn á Goodison Park, heimavöll liðsins, eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur á Crystal Palace. Í umspili ensku B-deildarinnar gerðist það að Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, var skallaður af stuðningsmanni Nottingham Forest. Þetta helst allt í hendur við aukin afbrot og vandamál á leikjum Englands á þessari leiktíð. Til að mynda er talið að kókaín notkun á fótboltaleikjum Bretlandseyja hafi aldrei verið meiri. „Öryggi allra þeirra sem fara á völlinn á leikdegi er okkar helsta forgangsatriði. Fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag höfum við sent félögum deildarinnar regluverk sem snýr að því hvað gera skal ef áhorfendur æða inn á völlinn,“ segir talsmaður deildarinnar. „Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda á leikvöllum deildarinnar en veit þó að aðeins er um lítinn minnihlutahóp að ræða. Meirihluti áhorfenda sem mætir á völlinn styður lið sitt á virðingarverðan hátt.“ „Enska úrvalsdeildin hefur hvatt félög til að minna stuðningsfólk sitt á að það má ekki fara inn á völlinn. Ef það er gert gæti það farið á sakaskrá og verið bannað að mæta á leiki í framtíðinni,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar Premier League has released a statement ahead of the final round of matches. Says it is 'concerned' at fan behaviour but says 'reckless actions' are from a minority. pic.twitter.com/aTSciIHVFn— Simon Stone (@sistoney67) May 20, 2022 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag. Þar kemur í ljós hvort Manchester City eða Liverpool verður Englandsmeistari, hvort Tottenham Hotspur eða Arsenal nái Meistaradeildarsæti og hvort Burnley eða Leeds United falli.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Sjá meira