Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 08:00 Það brutust út mikil fagnaðarlæti í Guttagarði þegar Everton tryggði veru sína í ensku úrvalsdeildinni. Robbie Jay Barratt/Getty Images Enska úrvalsdeildin hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem segir að deildin hafi áhyggjur af hegðun áhorfenda sem mæta á leiki. Talsmaður deildarinnar fordæmir atvikin sem hafa komið upp en segir þó að þau séu framin af litlum minnihlutahóp. Mikið hefur borið á því að stuðningsfólk enskra knattspyrnuliða sé að vaða inn á völlinn þegar lið þeirra hefur tryggt sæti sitt eða haldið vonum um að komast upp um deild á lífi. Stuðningsfólk Everton æddi inn á Goodison Park, heimavöll liðsins, eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur á Crystal Palace. Í umspili ensku B-deildarinnar gerðist það að Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, var skallaður af stuðningsmanni Nottingham Forest. Þetta helst allt í hendur við aukin afbrot og vandamál á leikjum Englands á þessari leiktíð. Til að mynda er talið að kókaín notkun á fótboltaleikjum Bretlandseyja hafi aldrei verið meiri. „Öryggi allra þeirra sem fara á völlinn á leikdegi er okkar helsta forgangsatriði. Fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag höfum við sent félögum deildarinnar regluverk sem snýr að því hvað gera skal ef áhorfendur æða inn á völlinn,“ segir talsmaður deildarinnar. „Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda á leikvöllum deildarinnar en veit þó að aðeins er um lítinn minnihlutahóp að ræða. Meirihluti áhorfenda sem mætir á völlinn styður lið sitt á virðingarverðan hátt.“ „Enska úrvalsdeildin hefur hvatt félög til að minna stuðningsfólk sitt á að það má ekki fara inn á völlinn. Ef það er gert gæti það farið á sakaskrá og verið bannað að mæta á leiki í framtíðinni,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar Premier League has released a statement ahead of the final round of matches. Says it is 'concerned' at fan behaviour but says 'reckless actions' are from a minority. pic.twitter.com/aTSciIHVFn— Simon Stone (@sistoney67) May 20, 2022 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag. Þar kemur í ljós hvort Manchester City eða Liverpool verður Englandsmeistari, hvort Tottenham Hotspur eða Arsenal nái Meistaradeildarsæti og hvort Burnley eða Leeds United falli. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Sjá meira
Mikið hefur borið á því að stuðningsfólk enskra knattspyrnuliða sé að vaða inn á völlinn þegar lið þeirra hefur tryggt sæti sitt eða haldið vonum um að komast upp um deild á lífi. Stuðningsfólk Everton æddi inn á Goodison Park, heimavöll liðsins, eftir dramatískan 3-2 endurkomusigur á Crystal Palace. Í umspili ensku B-deildarinnar gerðist það að Billy Sharp, fyrirliði Sheffield United, var skallaður af stuðningsmanni Nottingham Forest. Þetta helst allt í hendur við aukin afbrot og vandamál á leikjum Englands á þessari leiktíð. Til að mynda er talið að kókaín notkun á fótboltaleikjum Bretlandseyja hafi aldrei verið meiri. „Öryggi allra þeirra sem fara á völlinn á leikdegi er okkar helsta forgangsatriði. Fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag höfum við sent félögum deildarinnar regluverk sem snýr að því hvað gera skal ef áhorfendur æða inn á völlinn,“ segir talsmaður deildarinnar. „Enska úrvalsdeildin hefur áhyggjur af hegðun áhorfenda á leikvöllum deildarinnar en veit þó að aðeins er um lítinn minnihlutahóp að ræða. Meirihluti áhorfenda sem mætir á völlinn styður lið sitt á virðingarverðan hátt.“ „Enska úrvalsdeildin hefur hvatt félög til að minna stuðningsfólk sitt á að það má ekki fara inn á völlinn. Ef það er gert gæti það farið á sakaskrá og verið bannað að mæta á leiki í framtíðinni,“ segir í tilkynningu ensku úrvalsdeildarinnar Premier League has released a statement ahead of the final round of matches. Says it is 'concerned' at fan behaviour but says 'reckless actions' are from a minority. pic.twitter.com/aTSciIHVFn— Simon Stone (@sistoney67) May 20, 2022 Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram á sunnudag. Þar kemur í ljós hvort Manchester City eða Liverpool verður Englandsmeistari, hvort Tottenham Hotspur eða Arsenal nái Meistaradeildarsæti og hvort Burnley eða Leeds United falli.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Fótbolti Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð Fótbolti Fleiri fréttir United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Sjá meira