Fólkið hafi vitað af því að dagsetningin kæmi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 20. maí 2022 18:26 Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt lögum hafi fólkið átt að vera farið úr landi. Stöð 2 Dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni ákveðinna hópa um að nú eigi að vísa hælisleitendum úr landi í stórum stíl eftir kórónuveirufaraldurinn en hann bendir á að fólkið sem um ræðir hafi verið hér ólöglega allan þann tíma. Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Til stendur að hefja brottvísanir á ný eftir nær algjört hlé en mörg lönd eru byrjuð að falla frá kröfu um neikvætt PCR próf frá hælisleitendum sem hafa fengið synjun hér á landi. „Það eru hér hátt í 300 manns, 270 til 280, sem að dvelja í ólögmætri dvöl. Þetta er fólk sem að hefur fengið málsmeðferð á stjórnsýslustigi og hjá kærunefnd útlendingamála með sinn talsmann sér við hlið en hefur neitað' að fara í þessi próf,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Einhverjir hafa gagnrýnt það að brottvísanir skuli hefjast aftur en þeirra á meðal er Magnús Davíð Norðdahl lögmaður. Hann segir umbjóðendur sína hafa fengið símtal þess efnis og að það hafi verið skellur fyrir stóran hóp. Að hans sögn er um að ræða einstaklinga sem hafa fest hér rætur undanfarin ár. „Þetta fólk hefur verið hér í ólögmætri dvöl. Það hefur alveg vitað af því að þessi dagsetning kæmi og í raun samkvæmt lögum hefði það átt að vera farið úr landi,“ segir Jón Gunnarsson aðspurður út í þessa gagnrýni, sem hann gefur lítið fyrir. „Þannig það hefur verið, að því leyti, á sína ábyrgð hér í lengri tíma vitandi það að að þessari dagsetningu kæmi og nú er hún runnin upp og þá er hægt að fara framfylgja þeim lögum eins og þau eru,“ segir hann. Hann bendir þó á að nú sé til umræðu lagafrumvarp innan þingsins um breytingar á útlendingalögum. „Það verða nokkrar breytingar á málsmeðferð í þessum málum til að gera þetta skýrara og færa okkur nær þeim reglum sem gilda í nágrannalöndum okkar,“ segir Jón. Frumvarpið hefur sömuleiðis verið gagnrýnt, meðal annars fyrir skort á samráði. „Þetta er ekki óumdeilt mál og það verður örugglega rætt vel á þinginu og innan nefndarinnar,“ segir Jón en hann bindur vonir við að frumvarpið verði afgreitt fljótlega. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur undir það að um flókinn málaflokk sé að ræða. Ákveðnir þættir hafa verið til umræðu undanfarin ár, þar á meðal brottvísanir, sem eru í samræmi við þann lagaramma sem þegar er til staðar. „Ég held að við þurfum að horfa á stóru myndina í þessu,“ segir Katrín aðspurð um hvernig hún lítur á málið. „Þegar við horfum heilt yfir, ekki bara á flóttafólk heldur líka aðra innflytjendur, þá held ég að þessir hópar hafi auðgað samfélagið okkar mjög mikið en það er hins vegar skortur á heildarstefnumótun um málefni útlendinga og það er stefnumótun sem er í undirbúningi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira