Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 11:07 Musk segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast, heldur séu þær liður í pólitískum árásum Demókrataflokksins í sinn garð. Dimitrios Kambouris/Getty Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. And, for the record, those wild accusations are utterly untrue— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Business Insider greindi frá málinu í fyrradag, og sagði atvikið hafa átt sér stað árið 2016. Fyrirtækið sem flugfreyjan starfaði hjá, Space-X, er þá sagt hafa greitt konunni 250.000 dollara sátt í málinu, gegn því að hún undirritaði þagnarsamkomulag. Þá hefur Musk skorað á vinkonu flugfreyjunnar, sem Business Insider vísar til í umfjöllun sinni, að lýsa einhverju á líkama hans, til að mynda örum eða húðflúrum, sem ekki sé á vitorði almennings. „Hún mun ekki geta það, því þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk í gær. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk hefur sagt ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna, sem hann segir leynast innan raða Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki nafngreint neinn þessara meintu pólitísku andstæðinga. Áður en fréttir af ásökunum á hendur Musk birtust hafði suðurafríski auðmaðurinn varað við því á Twitter að pólitískar árásir á hann myndu stigmagnast á næstu mánuðum. Þá sagðist hann áður hafa kosið Demókrata, en nú væri hann orðinn Repúblikani, þar sem fyrrnefndi flokkurinn væri flokkur sundrungar og haturs. Í sömu andrá sagðist hann telja að árásir Demókrata í hans garð myndu koma í ljós. Political attacks on me will escalate dramatically in coming months— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold … 🍿— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Í gær greindi Musk frá því að fyrirtæki hans, Tesla, hygðist koma á fót teymi lögfræðinga sem væri sérstaklega hugsað til þess að hefja og framkvæma málsóknir. Frá þessu greindi auðmaðurinn á Twitter, og auglýsti þar með eftir umsóknum í teymið. Tesla is building a hardcore litigation department where we directly initiate & execute lawsuits. The team will report directly to me. Please send 3 to 5 bullet points describing evidence of exceptional ability.justice@tesla.com— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk stendur nú í ströngu á sviði samfélagsmiðla, en fyrir skemmstu var greint frá því að hann hefði fengið samþykkt 44 milljarða dollara kauptilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Nýjustu fregnir af kaupunum herma þó að hann vilji breyta samningnum eða komast undan honum, þar sem hann telji hlutfall gervireikninga á samfélagsmiðlinum hærra en áður var talið. Stjórn Twitter ætlar hins vegar að freista þess að láta Musk standa við gerðan samning. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Tesla SpaceX Twitter Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
And, for the record, those wild accusations are utterly untrue— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Business Insider greindi frá málinu í fyrradag, og sagði atvikið hafa átt sér stað árið 2016. Fyrirtækið sem flugfreyjan starfaði hjá, Space-X, er þá sagt hafa greitt konunni 250.000 dollara sátt í málinu, gegn því að hún undirritaði þagnarsamkomulag. Þá hefur Musk skorað á vinkonu flugfreyjunnar, sem Business Insider vísar til í umfjöllun sinni, að lýsa einhverju á líkama hans, til að mynda örum eða húðflúrum, sem ekki sé á vitorði almennings. „Hún mun ekki geta það, því þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk í gær. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk hefur sagt ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna, sem hann segir leynast innan raða Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki nafngreint neinn þessara meintu pólitísku andstæðinga. Áður en fréttir af ásökunum á hendur Musk birtust hafði suðurafríski auðmaðurinn varað við því á Twitter að pólitískar árásir á hann myndu stigmagnast á næstu mánuðum. Þá sagðist hann áður hafa kosið Demókrata, en nú væri hann orðinn Repúblikani, þar sem fyrrnefndi flokkurinn væri flokkur sundrungar og haturs. Í sömu andrá sagðist hann telja að árásir Demókrata í hans garð myndu koma í ljós. Political attacks on me will escalate dramatically in coming months— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold … 🍿— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Í gær greindi Musk frá því að fyrirtæki hans, Tesla, hygðist koma á fót teymi lögfræðinga sem væri sérstaklega hugsað til þess að hefja og framkvæma málsóknir. Frá þessu greindi auðmaðurinn á Twitter, og auglýsti þar með eftir umsóknum í teymið. Tesla is building a hardcore litigation department where we directly initiate & execute lawsuits. The team will report directly to me. Please send 3 to 5 bullet points describing evidence of exceptional ability.justice@tesla.com— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk stendur nú í ströngu á sviði samfélagsmiðla, en fyrir skemmstu var greint frá því að hann hefði fengið samþykkt 44 milljarða dollara kauptilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Nýjustu fregnir af kaupunum herma þó að hann vilji breyta samningnum eða komast undan honum, þar sem hann telji hlutfall gervireikninga á samfélagsmiðlinum hærra en áður var talið. Stjórn Twitter ætlar hins vegar að freista þess að láta Musk standa við gerðan samning. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Tesla SpaceX Twitter Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira