Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2022 22:25 Aðrir leiðtogar Nató virðast nú vera á því að Erdogan muni láta undan en ef til vill ekki fyrr en eftir að hann fær eitthvað fyrir sinn snúð. epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira