Fótbolti

Manchester United aflýsir lokahófi sínu

Atli Arason skrifar
David de Gea, þykir líklegur til að verða valinn leikmaður ársins hjá United. 
David de Gea, þykir líklegur til að verða valinn leikmaður ársins hjá United.  Getty Images

Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN.

Sir Matt Busby verðlaunin, sem besti leikmaður United fær í lok tímabils, verða samt afhent en það verður ekki gert við hátíðlega athöfn eins og vanalega.

Lokahófinu er aflýst að beiðni leikmanna United sem vildu ekki láta sjá sig í einhverskonar fagnaðarlátum í kjölfar versta tímabils Manchester United frá því að enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992.

Manchester United mætir Crystal Palace á útivelli í lokaumferðinni klukkan 15 í dag og þrátt fyrir að gestirnir myndu sækja stigin þrjú þá verður það samt versta stigasöfnun liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Erik ten Hag, nýr knattspyrnustjóri Manchester United, mun formlega taka við liðinu á morgun og ljóst er að hann hefur verk að vinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×