Opið bréf til forsætisráðherra Íslands um stöðu flóttafólks í Grikklandi! Sema Erla Serdar skrifar 24. maí 2022 09:30 Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Kæra Katrín Jakobsdóttir, það hefur legið fyrir árum saman hversu slæmar aðstæður eru fyrir fólk á flótta í Grikklandi. Ríkisstjórn þín tók fyrir nokkrum árum þá ákvörðun að hætta að endursenda fólk í hæliskerfinu þar í landi vegna óviðunandi aðstæðna. Það nær þó ekki til fólks með vernd í Grikklandi þó aðstæður þeirra séu í dag verri en aðstæður fólks í verndarkerfinu í sama landi. Það staðfesta alþjóðleg hjálpar- og mannúðarsamtök, frásagnir flóttafólks og sjálfboðaliða á svæðinu sem og fréttaflutningur síðustu ára en samkvæmt ummælum þínum síðustu daga virðast þær upplýsingar ekki hafa komist til skila til íslenskra stjórnvalda. Hér eru því nokkur dæmi um þær aðstæður sem bíða hátt í 100 einstaklinga sem ríkisstjórn þín ætlar að senda til Grikklands á næstu dögum, sem Rauði krossinn á Íslandi hefur meðal annarra ítrekað bent á: Aðstæður flóttafólks í Grikklandi eru óviðunandi. Í sumum tilfellum eru þær lífshættulegar. Fólk með vernd í Grikklandi á erfitt með að uppfylla grundvallarþarfir sínar vegna hindrana á hinum ýmsu sviðum. Aðgengi að opinberri framfærslu er takmörkuð fyrir fólk með vernd í Grikklandi sem hefur orðið til þess að fjöldi fólks hefur ekki tækifæri til að afla sér lágmarks lífsviðurværis. Fólk sem fær vernd í Grikklandi á einungis rétt á að dvelja í flóttamannabúðum í mjög stuttan tíma. Í flóttamannabúðum er öryggi, hreinlæti, matvælum og aðbúnaði verulega ábótavant. Flóttafólk hefur mjög skert aðgengi að húsnæðismarkaði og mikill fjöldi býr á götunni eftir að það fær vernd. Í sumum tilfellum á fólk ekkert til að skýla sér með nema pappaspjöld. Erfitt er fyrir fólk með vernd að sækja sér heilbrigðisþjónustu m.a. vegna álags á gríska heilbrigðiskerfinu. Gríðarlega mikið atvinnuleysi er á meðal flóttafólks í Grikklandi. Flóttafólk hefur skertan aðgang að atvinnu og er mismunað á atvinnumarkaði. Flóttafólk í Grikklandi verður fyrir miklu ofbeldi, kynferðisbrotum og rasisma, jafnt af höndum almennings sem og yfirvalda, t.d. lögreglu. Réttur flóttafólks til félagslegs stuðnings er nær enginn og hann er óaðgengilegur. Flóttafólk í Grikklandi lifir sumt við hungursneyð. Mikill fjöldi flóttabarna gengur ekki í skóla í Grikklandi og gögn benda til þess að rétturinn til menntunar sé ekki í öllum tilvikum virkur. Stór hluti þeirra flóttabarna sem koma hingað til lands eftir að hafa dvalið í Grikklandi eiga við heilsufarsvandamál að stríða. Dæmi eru um að börn sem hingað hafa komið frá Grikklandi þjáist af næringarskorti. Tannheilsu er almennt ábótavant auk þess sem útbrot og húðsjúkdómar sem rekja má til óviðundandi húsnæðis eru algeng. Mörg þeirra barna sem hingað koma frá Grikklandi glíma við kvíða, svefnvandamál og þroskafrávik sem rekja má til óviðunandi aðstæðna í Grikklandi. Að lokum, aðstæður þeirra sem hlotið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi eru mögulega brot á 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstólar ýmissa Evrópuríkja hafa úrskurðað að ekki sé óhætt að endursenda einstaklinga sem hlotið hafa alþjóðlega vernd til Grikklands þar sem hætta sé á að þar eigi þeir hættu á meðferð sem jafngildi ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð. Það þarf ekki lagabreytingu til að stöðva brottvísanir og endursendingar á flóttafólki frá Íslandi til Grikklands, enda hafa bæði Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála fallist á í einstökum málum að senda fólk ekki til baka og taka mál til efnismeðferðar hér á landi. Að vísa hátt í 300 einstaklingum úr landi og í erfiðar aðstæður á einu bretti og um 100 af þeim í sérstaklega lífshættulegar aðstæður í Grikklandi er pólitísk ákvörðun sem hægt er að breyta með einu pennastriki. Það er pólitísk ákvörðun sem þú getur breytt! Höfundur er formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun