Sumarið er tíminn fyrir jafnlaunavottun Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 24. maí 2022 13:00 Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Kjaramál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að hefja vinnu við jafnlaunavottunarferlið en það getur tekið 12-18 mánuði frá upphafi til enda. Öll fyrirtæki sem eru með 25 eða fleiri í starfi, að meðaltali yfir árið, þurfa að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun í lok árs. Lög þess efnis tóku gildi 2017 en koma ekki að fullrar til framvæmdar fyrr en nú um áramót. Þetta ferli getur verið tímafrekt fyrir fyrirtæki og oft mjög kostnaðarsamt en sem betur fer er búið að finna góða lausn á því. Hvað þarf ég að gera strax? Til þess að ná vottun þarf að bóka sér tíma hjá vottunaraðila til þess að taka jafnlaunakerfið út og þessir aðilar eru uppteknir og því er best að byrja á hafa strax samband við vottunaraðila og bóka tíma hjá þeim fyrir úttekt. Hvað svo? Justly Pay getur hjálpað þér með næsta skref en með því að nota Justly Pay geturðu stytt ferðina um 8-12 mánuði. Það er hugbúnaðarlausn sem auðveldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlaunavottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröfum jafnlaunastaðalsins og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Þar er einnig að finna vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. But why me? Árið 2008 hófst vinna sem endaði í því að jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 varð til. Jafnlaunastaðall sem byggður var á grunni þekktra alþjóðlegra stjórnunar- og gæðastaðla eins og ISO9001 og ISO14001. Til að byrja með var staðallinn valkvæður, þ.e. fyrirtæki og stofnanir gátu innleitt jafnlaunakerfi að eigin frumkvæði til þess bæði að sýna að launajafnrétti væri þeim mikilvægt en líka til að gæta þess að launaákvarðanir væru teknar með sama hætti fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það var svo í júní árið 2017 sem jafnlaunavottun var fest í lög. 7. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna (nr. 150/2020) sem tóku gildi 29. desember 2020 staðfeta að jafnlaunavottun skuli byggja á jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012. Markmið laganna “er að koma í veg fyrir mismunun á grundvelli kyns og koma á og viðhalda jafnrétti og jöfnum tækifærum kynjanna á öllum sviðum samfélagsins” (1. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Þó jafnlaunavottun sé ekki tól sem gengur úr skugga um að allt fólk sé með nákvæmlega sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæta vinnu, þá býr hún til jafnlaunakerfi sem snýst um að launaákvarðanir séu teknar út frá sömu forsendum og að fólk í sömu eða jafnverðmætum störfum hafi sömu tækifæri til launa og annarra kjara. Hvenær þarf mitt fyrirtæki að vera komið með vottun? Þann 31. desember 2022 eiga öll fyrirtæki sem hafa 25 eða fleiri starfandi að jafnaði á ársgrundvelli að vera komin með jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Tekið er mið af fjölda starfsfólks á síðasta rekstrarári og þá er miðað við 2021 í þetta skiptið. Samkvæmt reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana voru sett fjögur tímamörk er varða jafnlaunavottun. Þessi tímamörk miðuðu að stærð fyrirtækja, þ.e. hve margt starfsfólk starfaði að jafnaði á ársgrundvelli hjá þeim. Fyrstu tímamörkin voru 31. desember 2019 og voru fyrir aðila með 250 eða fleiri í starfi. Síðustu tímamörkin eru, eins og áður segir, 31. desember 2022 og miðar við starfsemi með 25 eða fleiri. Það skiptir miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Það eru forréttindi að fá að vinna að verkefnum sem stuðla að því og því ekki seinna vænna en að hefjast handa. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun