Dagur bað framkvæmdastjóra Grósku afsökunar Eiður Þór Árnason skrifar 24. maí 2022 13:09 Eitthvað fór úrskeiðis við skipulagningu blaðamannafundarins. Vísir/Ragnar Framsóknarflokkurinn í Reykjavík boðaði í morgun til blaðamannafundar í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri til að tilkynna upphaf meirihlutaviðræðna flokksins við Samfylkinguna, Pírata og Viðreisn. Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum. Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Þegar fréttamenn mættu á svæðið kom framkvæmdastjóri Grósku þó af fjöllum og sagði ekkert leyfi hafa verið gefið fyrir fundinum. Þegar Óttar Kolbeinsson Proppé fréttamaður hitti á Veru Antonsdóttur framkvæmdastjóra sagði hún að vanalega færu ekki fram pólitískir viðburðir í húsinu. Þrátt fyrir mótbárur framkvæmdastjórans fór blaðamannafundur flokkanna fram á auglýstum stað. Dagur B. Eggertsson, sitjandi borgarstjóri og oddviti Samfylkingar, segir að óskað hafi verið eftir leyfi en það greinilega eitthvað misfarist. Hringdi í rangan aðila „Ég skal bara taka þetta á mig og biðja framkvæmdastjóra Grósku afsökunar. Við leituðum til framkvæmdastjóra Vísindagarða og héldum að við værum að fara rétta boðleið og töldum okkur vera með fullt leyfi,“ sagði Dagur undir lok blaðamannafundarins en Gróska tilheyrir svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Gróðurveggurinn í Grósku vakti athygli.Vísir/Ragnar „Það er dásamlegt að fá að vera hérna fyrir framan þennan græna og fallega vegg hér í þessu húsi sem er auðvitað miðstöð íslenskrar og reykvískrar nýsköpunar. Það eru ótrúlega margir spennandi hlutir að gerast hérna, og þar á meðal þetta,“ bætti Dagur við og vísaði til meirihlutaviðræðnanna. Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, greip boltann á lofti og lagði til að svæðið yrði gert að nokkurs konar almenningstorgi. „Er það ekki bara eitthvað sem við getum skoðað til lengri tíma, hvort allir geti ekki komið hingað og haldið blaðamannafundi?“ Borgarfulltrúar hafi nýlega farið í ferð til Helsinki í Finnlandi þar sem fólki standi til boða að halda alls konar fundi í ráðhúsi borgarinnar. „Ég bara fleyti því hérna út en svo er jú kannski um ákveðna pólitíska nýsköpun að ræða að einhverju leyti og tækifæri og grósku og breytingar og alls konar spennandi hlutir fram undan,“ bætti Dóra við. „Við skulum bara sjá hvort við náum saman áður en við verðum svona spennt fyrir því,“ skaut Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, þá inn í og uppskar hlátur borgarfulltrúa áður en hann sleit blaðamannafundinum.
Reykjavík Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59 Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent Fleiri fréttir Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Sjá meira
Fátt virðist geta komið í veg fyrir meirihluta BSPC í borginni Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins í borginni boðaði til blaðamannafundar í Grósku í Vatnsmýri ásamt oddvitum Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar. 24. maí 2022 11:59
Framsókn, Samfylking, Píratar og Viðreisn hefja formlegar viðræður í Reykjavík Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur boðið Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til formlegra viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. 24. maí 2022 10:06