Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 21:00 Skjáskot úr myndböndunum af Fötmu Hassan Mohamoud og Nadifu Mohamed, sómölskum konum sem vísa á burt úr landi til Grikklands. Gunnar Waage vinur þeirra birti myndböndin en þau sýna aðbúnað sem konurnar bjuggu við í flóttamannabúðum og á götunni þar í landi. Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira