Fimmtán látnir eftir skotárás í grunnskóla í Texas Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. maí 2022 21:01 Frá vettvangi. AP Photo/Dario Lopez-Mills Fjórtán nemendur og einn kennari eru látin eftir mannskæða skotárás í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas-ríki Bandaríkjanna. Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara. JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022 Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli. Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher. Abbott said the shooter is also deceased.— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022 Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina. Frá vettvangi.AP Photo/Dario Lopez-Mills Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi. Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana. Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Þetta kom fram í máli Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, á blaðamannafundi í kvöld vegna skotárásarinnar. Blaðamenn CNN greina frá því á Twitter að Abbott hafi sagt að fjórtán nemendur skólans hafi látist, auk eins kennara. JUST IN: Gov. Greg Abbott gives an update on the school shooting in Uvalde. INFO: https://t.co/rhVwftZh2Y pic.twitter.com/4JSRU5FQlR— CBS Austin (@cbsaustin) May 24, 2022 Abbott greindi frá því að árásarmaðurinn, Salvador Ramos, að nafni hafi verið átján ára gamll og að hann hafi látið lífið í skotárásinni. Sagði Abbott að Ramos hafi verið vopnaður skammbyssu og mögulega riffli. Fifteen have been killed in a shooting at Robb elementary school, according to Governor Greg Abbott — 14 students and 1 teacher. Abbott said the shooter is also deceased.— Jake Tapper (@jaketapper) May 24, 2022 Snemma var ljóst að um alvarlega skotárás var að ræða. Skömmu eftir að fregnir af henni brutust út greindi spítalinn í Uvalde frá því að tvö börn sem flutt voru á spítalann eftir skotárásina væru látin. Alls voru þrettán fluttir á spítalann eftir árásina. Frá vettvangi.AP Photo/Dario Lopez-Mills Ljóst er að skotárásin er ein sú mannskæðasta í skóla í Bandaríkjunum frá upphafi, en skotárásir í skólum hafa verið tíðar þar undanfarin ár og áratugi. Mannskæðasta skotárásin var framin í Virginia Tech-háskólanum árið 2007 þegar 33 voru skotnir til bana. Mannskæðasta skotárásin í grunnskóla í Bandaríkjunum var framin árið 2012 í Sandy Hook grunnskólanum í Connecticut, þegar 28 létust.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í grunnskóla í Uvalde Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira