Lewis Hamilton sagði frá því þegar hann vann kappakstur með annarri hendi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 11:00 Lewis Hamilton undirbýr sig fyrir spænska kappaksturinn um helgina. AP/Manu Fernandez Formúlukappinn Lewis Hamilton hefur átt magnaðan feril en hann hefur líka þurft að ganga í gegnum ýmsa erfiðleika til að ná svona langt. Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis. Formúla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Eftir fjögurra ára stanslausa sigurgöngu, sjö heimsmeistaratitla og síðan grátlegan endi á síðasta formúlu eitt tímabili þá er Lewis Hamilton í vandræðum með bílinn sinn í ár. Hamilton er aðeins í sjötta sætinu eftir sex keppnir nú 64 stigum á eftir heimsmeistaranum Max Verstappen sem hefur 110 stig á móti 46 stigum hjá Hamilton. Í öllu þessu mótlæti í ár þá ákvað Hamilton að rifja upp sögu frá upphafi ferilsins þar sem mikill viljastyrkur hjálpaði honum að keppa þegar hann átti ekki að geta það. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Sagan kemur í framhaldi af endurkomu Hamilton í spænska kappakstrinum um síðustu helgi. Þar gekk mikið á hjá breska ökukappanum sem bæði lenti í óhappi sem þýddi að hann datt mjög aftarlega í keppninni og þá var hann líka í vandræðum með vélina. Hann fór síðan úr nítjánda sæti og upp í það fimmta. „Þegar ég var fimmtán ára þá datt ég af hjólinu mínu og meiddi mig á úlnlið. Næsta dag fann ég svo mikið til að ég labbaði sjálfur upp á spítala þar sem læknarnir sögðu mér að ég væri úlnliðsbrotin og þyrfti að fara í gips. Ég var nýbyrjaður í evrópsku Formúlu A keppninni og þetta þýddi að ég gæti ekki keppt,“ skrifaði Lewis Hamilton á Twitter og hélt svo áfram. „Ég var svo óttasleginn um að ég gæti misst McLaren samninginn minn. Ég gerði því það sem ég þurfti. Ég lét fjarlægja gipsið og fékk léttara gips í staðinn. Ég keppti síðan með annarri hendi. Ég vann þessa keppni,“ skrifaði Lewis. „Ég hef vitað það síðan þá að þú getur komist í gegnum allt ef þú ert tilbúinn að berjast fyrir því. Hvort sem það er að keppa meiddur á úlnlið eða að vinna mig upp eins og ég gerði um síðustu helgi. Það sama gildir um þig. Ef þú berst fyrir því sem þú vilt þá nærðu því,“ skrifaði Lewis.
Formúla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira