Frá Selfossi að Ólympíugulli: Vésteinn með fyrirlestur á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2022 12:00 Daniel Stahl og Simon Pettersson fagna saman eftir að hafa unnið gull og silfur Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Getty/Maja Hitij Vésteinn Hafsteinsson er mættur til Íslands með bæði gull- og silfurstrákinn sinn frá því á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári. Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Vésteinn, sem er fyrrum Íslandsmetshafi í kringlukasti, hefur náð frábærum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og á morgun fá gestir fyrirlesturs hans á Selfossi tækifæri til að heyra sögu besta þjálfara Svíþjóðar á síðasta ári. Með Vésteini eru kringlukastarnir Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Ståhl og Pettersson eru líka í æfingabúðum á Selfossi og verður boðið upp á opna æfingu með þessum öflugu íþróttamönnum. Í kvöld er lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 17.00 og á morgun er kastæfing á Selfossvelli klukkan tíu um morguninn og svo Lyftingaæfing í Selfosshöllinni klukkan 15.30. Þar verður líka tækifæri fyrir aðdáendur að fá eiginhandaráritanir. Vésteinn mun síðan halda fyrirlestur um afreksþjálfun á morgun en hann hefur nafnið: Frá Selfossi að Ólympíugulli. Vésteinn hefur tekið þátt í tíu Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims. Fyrirlesturinn fjallar um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri. Það eru allir velkomnir. Fyrirlesturinn verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi á morgun, fimmtudaginn 26. maí, klukkan 18.00. Þeir Daniel Ståhl og Simon Pettersson verða síðan á meðal keppenda í kringlukastkeppninni á Selfoss Classic frjálsíþróttamótinu sem fer fram á laugardaginn 28. maí. Þetta er boðsmót og 75 ára afmælismót Frjálsíþróttasambands Íslands. Daniel Ståhl vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 71,86 metra. Ståhl er 29 ára gamall og vann einnig gull á heimsmeistaramótinu 2019 og silfur á Evrópumótinu 2018. Simon Pettersson vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,48 metra. Pettersson er 28 ára gamall og var þarna að vinna sín fyrstu verðlaun á stórmóti. Okkar besti kringlukastari síðustu ár, Guðni Valur Guðnason mun keppa við þá en hann hefur lengst kastað kringlunni 69,35 metra. Mímir Sigurðsson og Valdimar Hjalti Erlendsson verða líka meðal keppenda. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics)
Frjálsar íþróttir Árborg Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira