Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 20:00 Sigrún Birna Steinarsdóttir, formaður UVG. VÍSIR/SIGURJÓN Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð. Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Í umræðu um brottvísanamál síðustu daga hefur félagshyggjuflokkurinn Vinstri græn einkum sætt gagnrýni, þar má nú síðast nefna séra Davíð Þór Jónsson sem hlaut formlegt tiltal frá biskupi fyrir að segja sérstakan stað í helvíti fyrir stjórnarliða flokksins. En það dró til tíðinda í gær þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og varaformaður Vinstri grænna, sagðist beinlínis óánægður með framgöngu Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í málinu. Þá hefði ekki verið samstaða um málið innan ríkisstjórnarinnar. Sigrún Birna Steinarsdóttir formaður Ungra vinstri grænna tekur heilshugar undir með Guðmundi Inga. Yfirlýsingar hans í gær séu í takt við stefnu flokksins í útlendingamálum. „Það var mikið ákall og mikið rætt innan grasrótarinnar og kallað eftir því að forystufólk flokksins kæmi fram og gerði grein fyrir okkar stefnu og okkar skoðun. Og gerði grein fyrir þessum málum og talaði fyrir þeim, bæði innan borðs ríkisstjórnarinnar sem og við fjölmiðla.“ Finnst þér þetta koma of seint? „Já, þetta er það. En betra seint en aldrei.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var ekki jafnharðorð og Guðmundur Ingi í morgun. Finnst þér eitthvað vanta upp á hjá henni? „Já, hún mætti vera afdráttarlausari. En ég skil vel að það þurfi að hafa hörð tök við borðið. Og ég treysti því að þau séu við ríkisstjórnarborðið að segja sína skoðun þar.“ Sigrún segir að borið hafi á óánægju með stefnu ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum innan ungliðahreyfingarinnar. Hreyfingin ítreki að ríkisstjórnarsamtarfið sé ekki mikilvægara en mannúð.
Hælisleitendur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira