Þau Ásdís Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks, og Orri Hlöðversson, oddviti Framsóknarflokks, verða á fundinum.
Flokkarnir, sem mynduðu saman meirihluta á síðasta kjörtímabili, fengu saman sex bæjarfulltrúa í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Sjálfstæðisfokkurinn tapaði þó einum manni en Framsókn bætti við sig einum.
Búast má við því að tilkynnt verði hver mun verma bæjarstjórastólinn í Kópavogi næstu fjögur árin. Fullyrt hefur verið að það verði Ásdís Kristjánsdóttir.
Fundinum er nú lokið en upptöku af honum má sjá í spilaranum hér að neðan: