Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 22:01 Sameinuðu þjóðirnar segja að hátt í 2,2 milljónir Úkraínumanna hafi farið aftur til Úkraínu. Þó Rússar einblíni nú á austurhluta Úkraínu er eyðileggingin víða, þar á meðal í Irpin við Kænugarð. AP/Natacha Pisarenko Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09