Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 22:01 Sameinuðu þjóðirnar segja að hátt í 2,2 milljónir Úkraínumanna hafi farið aftur til Úkraínu. Þó Rússar einblíni nú á austurhluta Úkraínu er eyðileggingin víða, þar á meðal í Irpin við Kænugarð. AP/Natacha Pisarenko Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Stórskemmdi grasflötina við Höfða Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Kennarar samþykkja innanhússtillögu Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Fleiri fréttir Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Sjá meira
Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09