Hinn 91 árs Ecclestone var handtekinn þegar hann fór um borð í flugvél sem var á leið til Sviss. Brasilíska lögreglan fann byssu í farangri Ecclestones. Hann var ekki með leyfi fyrir henni.
Ecclestone viðurkenndi að eiga byssuna en sagðist ekki vita að hún hafi verið í farangri sínum.
Hann var færður á lögreglustöð þar sem hann borgaði tryggingu og var því frjálst að ferðast til Sviss.
Ecclestone er lengi framkvæmdastjóri Formúlu 1. Þar áður keppti hann og átti auk þess Brabham liðið í fimmtán ár.