Strunsaði út úr viðtali þegar hann var spurður um landlægar skotárásir í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 11:12 Ted Cruz (t.h.) huggar Ruben Nolasco, lögreglustjórann í Uvalde-sýslu, á minningarathöfn um fórnarlömb skotárásarinnar á miðvikudag. Skömmu síðar lenti Cruz í hörðum orðaskiptum við fréttamenn. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmaður Texas gekk út úr viðtali við Sky News-sjónvarpsstöðina bresku þegar hann annað hvort gat ekki eða vildi ekki svara hvers vegna meiriháttar skotárásir eiga sér aðeins stað í Bandaríkjunum. Spurningar og deilur um skotvopnaeign og löggjöf um hana geisa nú enn og aftur vestanhafs eftir að ungur maður skaut nítján grunnskólabörn og tvo kennara til bana í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas. Sem fyrr leitar umræðan í sömu skotgrafir og í tifelli ógrynni annarra skotárása sem hafa slegið bandarísku þjóðina tímabundið undanfarin og ár og áratugi. Demókratar leggja fram tillögur um að herða vopnalöggjöfina en repúblikanar mótmæla því og halda því fram að engin lög og reglur geti komið í veg fyrir að andlegi veikir einstaklingar fremji slík ódæði. Minningarstund um fórnarlömb skotárásarinnar í Uvalde var haldin á miðvikudagskvöld en Ted Cruz, annar öldungadeildarþingmanna Texas og repúblikani, var á meðal viðstaddra. Myndband af viðtali hans við Sky News þar hefur farið á mikið flug á netinu. Mark Stone, fréttamaður Sky, spurði Cruz fyrst hvort nú væri rétti tíminn til að breyta skotvopnalöggjöfinni. Cruz gaf lítið fyrir það og sagði auðvelt að leiðast út í pólitík á þessari stundu. Stone þrýsti áfram á þingmanninn og benti á að lögin væru grundvallaratriði í málinu og að margir þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfnina hafi talað sérstaklega um það. Byrjaði Cruz að gagnrýna tillögur sem demókratar settu fram í hvert skipti sem „geðsjúklingur“ myrti fólk en Stone stöðvaði hann og benti á hversu auðvelt það hefði verið fyrir átján ára byssumanninn í Uvalde að kaupa sér tvo hríðskotariffla. „Ef þú ætlar að stöðva ofbeldisglæpi hefðu engar tillögur demókrata dugað til að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Cruz á móti. Journalist: Why [are mass shooting] just an American problem? A visibly upset Ted Cruz: Stop being a propagandist. pic.twitter.com/5bjPn6gbf6— philip lewis (@Phil_Lewis_) May 26, 2022 „Hættu að vera áróðursmeistari“ Spennan á milli Cruz og fréttamannsins hafði farið stigmagnandi en upp úr sauð þegar Stone spurði út í sérstöðu Bandaríkjanna í heiminum hvað varðaði blóðugar skotárásir sem þessar. „Hvers vegna gerist þetta bara í þínu landi? Hvers vegna bara í Bandaríkjunum? Hvers vegna er þessi bandaríska sérstaða (e. exceptionalism) svona hræðileg?“ sagði Stone. Cruz virtist annað hvort misskilja spurninguna eða snúa út úr henni. Sérstaða Bandaríkjanna (e. American exceptionalism) er rótgróin hugmynd vestanhafs um að landið sé einstakt í sögu mannkynsins og virtist Cruz taka spurningunni sem svo að Stone fyndist hún hræðileg. „Veistu hvað, mér þykir leitt að þér finnist bandarísk sérstaða hræðileg. Þú ert með pólitískt markmið. Guð elski þig,“ sagði Cruz og gekk í burtu. Stone og annar fréttamaður þráspurðu Cruz hvers vegna skotárásir sem þessar ættu sér aðeins stað í Bandaríkjunum. „Hvers vegna kom fólk alls staðar að í heiminum til Bandaríkjanna? Vegna þess að þau eru frjálsasta, mest velmegandi og öruggasta land á jörðinni. Hættu að vera áróðursmeistari,“ hreitti Cruz í fréttamann Sky. Vill skotheldar dyr og rúður í skóla Hátt á þriðja hundrað meiriháttar skotárásir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum frá árinu 2009, að því er segir í frétt Washington Post. Í þeim hafa 1.536 manns verið skotnir til bana og 983 særðir. Talsmaður Cruz hélt því fram við blaðið að spurningar Stone hefðu byggst á rangindum. Vísaði hann í tölur samtaka sem eru hlynnt skotvopnaeign sem eiga að sýna að fjöldi meiriháttar skotárása á opinberum stöðum í Bandaríkjunum sé vel undir meðaltali á heimsvísu. Lausnirnar sem Cruz sjálfur hefur lagt til eftir skotárásina í Uvalde er meðal annars að koma fyrir skotheldum hurðum og rúðum í skólum. Þá vill hann aðeins einn útgangur verði á skólabyggingum að vopnaðir lögreglumenn gæti þeirra. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. 25. maí 2022 23:32 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Spurningar og deilur um skotvopnaeign og löggjöf um hana geisa nú enn og aftur vestanhafs eftir að ungur maður skaut nítján grunnskólabörn og tvo kennara til bana í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas. Sem fyrr leitar umræðan í sömu skotgrafir og í tifelli ógrynni annarra skotárása sem hafa slegið bandarísku þjóðina tímabundið undanfarin og ár og áratugi. Demókratar leggja fram tillögur um að herða vopnalöggjöfina en repúblikanar mótmæla því og halda því fram að engin lög og reglur geti komið í veg fyrir að andlegi veikir einstaklingar fremji slík ódæði. Minningarstund um fórnarlömb skotárásarinnar í Uvalde var haldin á miðvikudagskvöld en Ted Cruz, annar öldungadeildarþingmanna Texas og repúblikani, var á meðal viðstaddra. Myndband af viðtali hans við Sky News þar hefur farið á mikið flug á netinu. Mark Stone, fréttamaður Sky, spurði Cruz fyrst hvort nú væri rétti tíminn til að breyta skotvopnalöggjöfinni. Cruz gaf lítið fyrir það og sagði auðvelt að leiðast út í pólitík á þessari stundu. Stone þrýsti áfram á þingmanninn og benti á að lögin væru grundvallaratriði í málinu og að margir þeirra sem voru viðstaddir minningarathöfnina hafi talað sérstaklega um það. Byrjaði Cruz að gagnrýna tillögur sem demókratar settu fram í hvert skipti sem „geðsjúklingur“ myrti fólk en Stone stöðvaði hann og benti á hversu auðvelt það hefði verið fyrir átján ára byssumanninn í Uvalde að kaupa sér tvo hríðskotariffla. „Ef þú ætlar að stöðva ofbeldisglæpi hefðu engar tillögur demókrata dugað til að koma í veg fyrir þetta,“ sagði Cruz á móti. Journalist: Why [are mass shooting] just an American problem? A visibly upset Ted Cruz: Stop being a propagandist. pic.twitter.com/5bjPn6gbf6— philip lewis (@Phil_Lewis_) May 26, 2022 „Hættu að vera áróðursmeistari“ Spennan á milli Cruz og fréttamannsins hafði farið stigmagnandi en upp úr sauð þegar Stone spurði út í sérstöðu Bandaríkjanna í heiminum hvað varðaði blóðugar skotárásir sem þessar. „Hvers vegna gerist þetta bara í þínu landi? Hvers vegna bara í Bandaríkjunum? Hvers vegna er þessi bandaríska sérstaða (e. exceptionalism) svona hræðileg?“ sagði Stone. Cruz virtist annað hvort misskilja spurninguna eða snúa út úr henni. Sérstaða Bandaríkjanna (e. American exceptionalism) er rótgróin hugmynd vestanhafs um að landið sé einstakt í sögu mannkynsins og virtist Cruz taka spurningunni sem svo að Stone fyndist hún hræðileg. „Veistu hvað, mér þykir leitt að þér finnist bandarísk sérstaða hræðileg. Þú ert með pólitískt markmið. Guð elski þig,“ sagði Cruz og gekk í burtu. Stone og annar fréttamaður þráspurðu Cruz hvers vegna skotárásir sem þessar ættu sér aðeins stað í Bandaríkjunum. „Hvers vegna kom fólk alls staðar að í heiminum til Bandaríkjanna? Vegna þess að þau eru frjálsasta, mest velmegandi og öruggasta land á jörðinni. Hættu að vera áróðursmeistari,“ hreitti Cruz í fréttamann Sky. Vill skotheldar dyr og rúður í skóla Hátt á þriðja hundrað meiriháttar skotárásir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum frá árinu 2009, að því er segir í frétt Washington Post. Í þeim hafa 1.536 manns verið skotnir til bana og 983 særðir. Talsmaður Cruz hélt því fram við blaðið að spurningar Stone hefðu byggst á rangindum. Vísaði hann í tölur samtaka sem eru hlynnt skotvopnaeign sem eiga að sýna að fjöldi meiriháttar skotárása á opinberum stöðum í Bandaríkjunum sé vel undir meðaltali á heimsvísu. Lausnirnar sem Cruz sjálfur hefur lagt til eftir skotárásina í Uvalde er meðal annars að koma fyrir skotheldum hurðum og rúðum í skólum. Þá vill hann aðeins einn útgangur verði á skólabyggingum að vopnaðir lögreglumenn gæti þeirra.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01 „Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14 Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. 25. maí 2022 23:32 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna Faðir tíu ára stúlku sem lést í skotárásinni í skóla í Uvalde í Texas í Bandaríkjunum í fyrradag segir lögreglu ekki hafa brugðist nógu hratt við. Snarari viðbrögð hefðu getað bjargað lífum barna. 26. maí 2022 21:01
„Hérna erum við enn eina ferðina, annar sorgardagur í sögu þjóðarinnar“ Skotárásin í Robb-grunnskólanum í Texas í Bandaríkjunum í vikunni var ofarlega í huga helstu spjallþáttastjórnenda Bandaríkjanna í þáttum þeirra eftir árásina mannskæðu. 26. maí 2022 20:14
Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. 25. maí 2022 23:32