Neytendastofa slær á fingur Aventuraholidays vegna „besta verðsins til Tenerife“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 10:59 Neytendastofa slær á fingur Aventura vegna auglýsingar um besta verðið til Tenerife. Getty/Andrés Gutiérrez Neytendastofa hefur slegið á fingur Aventuraholidays ehf. fyrir að hafa birt auglýsingar þar sem því var haldið fram að ferðaskrifstofan biði upp á „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði“. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um málið að henni hafi borist ábending um auglýsingar Aventuraholidays þar sem gerðar voru athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingar um „besta verðið til Tenerife“ og að ferðaskrifstofan tryggði viðskiptavinum „bestu hótelin á miklu betra verði.“ Í svörum félagsins var tiltekið að skýrt kæmi frma hvert verð ferðanna væri með afslætti, til hvaða hótela væri vísað til auk þess sem fram kæmu skýr verðdæmi og lýsing á því hvað væri innifalið í verðinu. Félagið hafnaði því jafnframt að fullyrðingar væru afdráttarlausar og án fyrirvara. Hér má sjá viðlíka auglýsingu og þá sem Neytendastofa gerir athugasemd við, sem finna mátti á heimasíðu Aventura við vinnslu fréttarinnar. Þar auglýsir ferðaskrifstofan besta verðið til Alicante.skjáskot Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að verðlækkunin væri veruleg og því væri ekki tilefni til athugasemda. Við mat á því hvort fullyrðingar væru sannar taldi Neytendastofa mikilvægt að horfa til þess að verðsamanburðurinn miðaðist allur við ferðir Aventuraholidays með 30.000 króna auglýstum afslætti, sem hafi verið skilyrtur og tímabundinn en fullyrðingar hafi verið settar fram sjálfstæðar og ekki í tengslum við verðlækkunina. Þá væri verð Adventuraholidays án afsláttarins hærra en verð samkeppnisaðila í einhverjum tilvika. Hvað fullyrðingar um bestu hótelin varðaði hefði Aventuraholidays vísað til þess að félagð biði upp á sum þekktustu hótel Tenerife sem hafi hæstu einkunnir í gæðamati á hótelum en ekki lagt fram gögn eða skýringar um það. Fullyrðingarnar væru þar að auki í efsta stigi lýsingarorðs og án fyrirvara eða skýringa og gera þyrfti strangar kröfur um sönnun þeirra. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar því ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og því villandi. Neytendastofa bannar Aventuraholidays ehf. að viðhafa slíka viðskiptahætti og tók bannið gildi við móttökun ákvörðunarinnar, sem gefin var út á mánudag, 23. maí. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir. Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira
Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um málið að henni hafi borist ábending um auglýsingar Aventuraholidays þar sem gerðar voru athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingar um „besta verðið til Tenerife“ og að ferðaskrifstofan tryggði viðskiptavinum „bestu hótelin á miklu betra verði.“ Í svörum félagsins var tiltekið að skýrt kæmi frma hvert verð ferðanna væri með afslætti, til hvaða hótela væri vísað til auk þess sem fram kæmu skýr verðdæmi og lýsing á því hvað væri innifalið í verðinu. Félagið hafnaði því jafnframt að fullyrðingar væru afdráttarlausar og án fyrirvara. Hér má sjá viðlíka auglýsingu og þá sem Neytendastofa gerir athugasemd við, sem finna mátti á heimasíðu Aventura við vinnslu fréttarinnar. Þar auglýsir ferðaskrifstofan besta verðið til Alicante.skjáskot Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að verðlækkunin væri veruleg og því væri ekki tilefni til athugasemda. Við mat á því hvort fullyrðingar væru sannar taldi Neytendastofa mikilvægt að horfa til þess að verðsamanburðurinn miðaðist allur við ferðir Aventuraholidays með 30.000 króna auglýstum afslætti, sem hafi verið skilyrtur og tímabundinn en fullyrðingar hafi verið settar fram sjálfstæðar og ekki í tengslum við verðlækkunina. Þá væri verð Adventuraholidays án afsláttarins hærra en verð samkeppnisaðila í einhverjum tilvika. Hvað fullyrðingar um bestu hótelin varðaði hefði Aventuraholidays vísað til þess að félagð biði upp á sum þekktustu hótel Tenerife sem hafi hæstu einkunnir í gæðamati á hótelum en ekki lagt fram gögn eða skýringar um það. Fullyrðingarnar væru þar að auki í efsta stigi lýsingarorðs og án fyrirvara eða skýringa og gera þyrfti strangar kröfur um sönnun þeirra. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar því ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og því villandi. Neytendastofa bannar Aventuraholidays ehf. að viðhafa slíka viðskiptahætti og tók bannið gildi við móttökun ákvörðunarinnar, sem gefin var út á mánudag, 23. maí. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir.
Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman „Algjört siðleysi“ Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Sjá meira