Metin sem gætu fallið á morgun Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2022 13:31 Karim Benzema, Carlo Ancelotti og Alisson gætu allir skráð sig á spjöld sögunnar annað kvöld. Getty Það ræðst annað kvöld hvort Liverpool eða Real Madrid landar Evrópumeistaratitlinum í fótbolta karla. Met gætu fallið á Stade de France leikvanginum í París þar sem úrslitaleikurinn fer fram. Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira
Liverpool mætir til leiks eftir að hafa unnið enska bikarinn og deildabikarinn en með miklum naumindum misst af enska meistaratitlinum. Real fagnaði spænska meistaratitlinum fyrir mánuði síðan. Real Madrid getur bætt eigið met yfir flesta Evrópumeistaratitla en félagið hefur unnið 13 slíka, þar af fjórum sinnum á síðastliðnum átta árum. Liverpool hefur sex sinnum orðið Evrópumeistari, síðast árið 2019. Tölfræðiveitan Squawka er svo í startholunum með það að benda á forvitnilegar staðreyndir og met sem gætu fallið á morgun og nefnir nokkur dæmi: It's Liverpool against Real Madrid in the #UCLfinal Here are some tweets you see on Saturday. @Betfred | #UCL pic.twitter.com/9hLzYhoUht— Squawka (@Squawka) May 26, 2022 Ef Real Madrid vinnur verður Carlo Ancelotti fyrsti knattspyrnustjóri sögunnar til að vinna fjóra Evrópumeistaratitla. Hann hefur unnið keppnina tvisvar með AC Milan og svo með Real Madrid árið 2014. Ef Liverpool vinnur verður liðið það fyrsta til að vinna Real Madrid í úrslitaleik frá því að nafni keppninnar var breytt í Meistaradeild Evrópu árið 1992. Ef Karim Benzema skorar slær hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í einni og sömu útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Benzema hefur þegar skorað tíu mörk og jafnað met Ronaldos en Benzema skoraði þrjú mörk í einvíginu við Manchester City, fjögur í einvíginu við Chelsea og þrjú gegn PSG. Ef Alisson heldur marki sínu hreinu verður hann fyrstur til að ná að gera það í fleiri en einum úrslitaleik frá því að Meistaradeildin var stofnuð árið 1992. Ef Gareth Bale skorar mark jafnar hann met Cristiano Ronaldo yfir flest mörk skoruð í úrslitaleikjum Meistaradeildarinnar. Bale hefur skorað þrjú mörk í úrslitaleikjum, þar af tvö gegn Liverpool í 3-1 sigrinum 2018. Ef Sadio Mané skorar verður hann kominn með 16 mörk í útsláttarkeppnum í Meistaradeild Evrópu, fleiri en nokkur leikmaður ensks félags hefur skorað. Hann deilir núna metinu með Frank Lampard. Ef Luka Modric skorar munu tveir 36 ára leikmenn hafa afrekað það að skora í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Paolo Maldini hefur gert það og það var einmitt gegn Liverpool. Ef enskur leikmaður skorar verður það í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu frá því að Wayne Rooney skoraði gegn Barcelona árið 2011.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Sjá meira