Hamilton harðneitar að fjarlægja glingrið Valur Páll Eiríksson skrifar 27. maí 2022 16:31 Hamilton er óhress með yfirmenn hjá FIA. Mario Renzi - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton á í miklu stappi við forráðamenn Formúlu 1 vegna nýtilkomins banns við andlits- og eyrnalokkum á meðan keppni stendur. Hann hyggst standa fastur á sínu og halda í neflokkinn. Töluvert hefur verið rætt um regluna, sem Hamilton segir koma verr niður á sér en öðrum, þar sem hann er með langflest göt á líkamanum á meðal ökuþóra í Formúlu 1. Hann kveðst ekki skilja hvers vegna þetta sé flokkað sem vandamál, þar sem hann hafi keyrt með nefhring og eyrnalokka gott sem allan sinn feril. FIA, yfirstofnun Formúlunnar, setti reglurnar en hefur framlengt undanþágu á þeim fram yfir keppnir í Aserbaídsjan og Kanada sem fram fara 12. og 19. júní. Hamilton bar fjórar hálskeðjur, átta hringa og þrjú úr til að mótmæla reglugerð FIA í Miami í byrjun maí.Peter J Fox/Getty Images Áður en undanþágan var framlengd í dag þótti hætta á því að Hamilton yrði meinuð þátttaka í Mónakó-kappakstrinum sem fram fer um helgina. Hamilton lét hafa eftir sér að hann þyrfti á skurðlækni að halda ef honum yrði skylt að fjarlægja pinna úr nefi sínu. Undanþágunni er ætlað að kaupa tíma á meðan leitað er leiða til að ökumenn geti haldið lokkum á líkamanum með öruggum hætti. „Það er klárlega jákvætt að við vinnum þetta saman og mér finnst þeir [FIA] vera að koma lítillega til móts við okkur,“ segir Hamilton. „En í sannleika sagt, finnst mér alltof mikilli orku og tíma vera eytt í þetta. Við eigum ekki að þurfa að taka upp þráðinn í þessu máli hverja helgi. Mikilvægari mál liggja fyrir okkur.“ Hamilton sýndi óánægju sína í verki í aðdraganda kappakstursins í Miami í upphafi maí-mánaðar þar sem hann mætti á brautina hlaðinn glingri. Hann bar að minnsta kosti fjögur hálsmen, með þrjú úr og fjóra hringi á hvorri hönd, auk eyrnalokka og nefpinna. Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari og freistar þess að vinna áttunda titilinn til að komast fram úr Michael Schumacher sem sá sigursælasti í sögunni. Morgunljóst er að ekki verður af því í ár en lið hans Mercedes hefur átt í fádæma vandræðum eftir mikið blómaskeið undanfarin ár. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Töluvert hefur verið rætt um regluna, sem Hamilton segir koma verr niður á sér en öðrum, þar sem hann er með langflest göt á líkamanum á meðal ökuþóra í Formúlu 1. Hann kveðst ekki skilja hvers vegna þetta sé flokkað sem vandamál, þar sem hann hafi keyrt með nefhring og eyrnalokka gott sem allan sinn feril. FIA, yfirstofnun Formúlunnar, setti reglurnar en hefur framlengt undanþágu á þeim fram yfir keppnir í Aserbaídsjan og Kanada sem fram fara 12. og 19. júní. Hamilton bar fjórar hálskeðjur, átta hringa og þrjú úr til að mótmæla reglugerð FIA í Miami í byrjun maí.Peter J Fox/Getty Images Áður en undanþágan var framlengd í dag þótti hætta á því að Hamilton yrði meinuð þátttaka í Mónakó-kappakstrinum sem fram fer um helgina. Hamilton lét hafa eftir sér að hann þyrfti á skurðlækni að halda ef honum yrði skylt að fjarlægja pinna úr nefi sínu. Undanþágunni er ætlað að kaupa tíma á meðan leitað er leiða til að ökumenn geti haldið lokkum á líkamanum með öruggum hætti. „Það er klárlega jákvætt að við vinnum þetta saman og mér finnst þeir [FIA] vera að koma lítillega til móts við okkur,“ segir Hamilton. „En í sannleika sagt, finnst mér alltof mikilli orku og tíma vera eytt í þetta. Við eigum ekki að þurfa að taka upp þráðinn í þessu máli hverja helgi. Mikilvægari mál liggja fyrir okkur.“ Hamilton sýndi óánægju sína í verki í aðdraganda kappakstursins í Miami í upphafi maí-mánaðar þar sem hann mætti á brautina hlaðinn glingri. Hann bar að minnsta kosti fjögur hálsmen, með þrjú úr og fjóra hringi á hvorri hönd, auk eyrnalokka og nefpinna. Hamilton er sjöfaldur heimsmeistari og freistar þess að vinna áttunda titilinn til að komast fram úr Michael Schumacher sem sá sigursælasti í sögunni. Morgunljóst er að ekki verður af því í ár en lið hans Mercedes hefur átt í fádæma vandræðum eftir mikið blómaskeið undanfarin ár.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira