Mark Zuckerberg sýnir myndir frá Íslandsreisunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2022 21:27 Zuckerberg, Priscilla ásamt þriðja aðila. Mark Zuckerberg Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, virðist hafa notið dvalarinnar á Íslandi vel ef marka má myndir sem hann deildi á samfélagsmiðlinum í kvöld. Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“. Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Þau Priscilla Chan, eiginkona Zuckerberg, komu til Íslands þann 17. maí en þá lenti einkaflugvél Zuckerbegr á flugvellinum á Akureyri. Þaðan tóku þau þyrlu að Deplum í Fljótum sem er vinsæll dvalarstaður þeirra sem hafa nóg á milli handanna. Notalegt í pottinum í Fljótunum.Mark Zuckerberg Zuckerberg birtir fjórar myndir á Facebook-síðu sinni. Tvær eru teknar að Deplum, þar sem þau Chan njóta vel í heitum potti og fyrir utan hótelið, en hinar tvær í skíðagírnum. Vinsæl afþreying á Deplum er að fá far upp á fjallstopp með þyrlu og renna sér svo niður. Skíðað í fjallshlíðum á Tröllaskaga með Atlantshafið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Lúxusferðaþjónustan að Deplum er í eigu Eleven Experience og hefur verið rekin í á sjötta ár. Fjölmargir heimsþekktir og auðugir erlendir aðilar hafa dvalið að Deplum. Má nefna Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, sem dæmi og Hollywood-leikarann Tom Cruise. Priscilla í bláum ullarfatnaði. Hótelið í bakgrunni.Mark Zuckerberg Zuckerberg sagði í athugasemd við færslu með auglýsingu Inspired by Iceland í nóvember á síðasta ári að hann hlakki til að heimsækja „Icelandverse“ bráðlega og má því vera að hann hafi láti verða af því. Í umræddri auglýsingu fór leikarinn Jörundur Ragnarsson með hlutverk manns, sem svipaði mjög til Zuckerberg, og var að kynna „Icelandverse“. Með auglýsingunni var augljóslega verið að vísa í nýlegri kynningu Zuckerbergs á „metaverse“.
Facebook Íslandsvinir Skagafjörður Meta Tengdar fréttir Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43 Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06 Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Mark Zuckerberg á Íslandi Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, er sagður hafa lent í einkaflugvél sinni á Akureyrarflugvelli í dag. 17. maí 2022 12:43
Icelandverse valin ein af bestu auglýsingum ársins Auglýsing Íslandsstofu hefur verið valin fjórtánda besta auglýsing ársins 2021 af bandaríska fagtímaritinu Adweek. 16. desember 2021 13:06