Stolna styttan komin aftur á sinn stað eftir mikið ferðalag Eiður Þór Árnason og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 28. maí 2022 20:59 Ekki stendur til að tryggja styttuna betur eftir þjófnaðinn. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur var sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á Laugarbrekku í Snæfellsbæ í dag. Styttunni var stolið í vor en listakonurnar Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir komu henni fyrir í eldflaug á skotpalli fyrir utan Nýlistasafnið í Reykjavík og sögðu verkið vera rasískt. Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær. Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Landsréttur veitti lögreglunni á Vesturlandi heimild til að fjarlægja styttuna úr eldflauginni í síðustu viku og keyrði bæjarstjóri Snæfellsbæjar með styttuna vestur. Á athöfninni sem fram fór í dag hélt framkvæmdastjóri svæðisgarðs Snæfellsness erindi og sagði frá sögu Guðríðar og ferðum hennar um heiminn og fögnuðu gestir því að styttan væri komin aftur heim. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ sagði í samtali við fréttastofu í gær að gjörningurinn hafi vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. Bronsstyttan af Guðríði Þorbjarnardóttur og syni hennar er eftir Ásmund Sveinsson og er frá árinu 1939. „Við þekkjum það öll að í gegnum það sem við lærðum í Íslendingasögunum þá var alltaf verið að tala um karlana og þeirra afrek en það fór minna fyrir afrekum kvenna. Saga Guðríðar er alveg einstök; að það skyldi vera skrifað um hana á sínum tíma og hennar afrek að fara yfir átta heimhöf, labba síðan þegar hún var orðin eldri niður til Rómar og hitta páfann og svo framvegis og framvegis. Okkur finnst svo mikilvægt að gera sögu kvenna skil og það er það sem vakir fyrir okkur. Konur höfðu að sjálfsögðu mikil áhrif á framvindu sögunnar, alveg eins og karlarnir,“ sagði Kristinn. Erfitt að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig Skemmdir voru unnar á járnfestingum styttunnar en ekki styttunni sjálfri, að sögn bæjarstjórans. Ekki stendur til að tryggja styttuna betur. „Ég held að það sé alveg sama hvað við myndum gera. Ef það er vilji fyrir því að taka hana niður og skemma eins og gert var síðast þá er rosalega fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir það. Styttan er sett á járnfestingar sem eru á stalli og ef þú notar til þess rafmagnsverkfæri þá er mjög fátt sem við getum gert til að koma í veg fyrir að menn geri þetta aftur. Ég ætla nú að vona að fólk sleppi því bara,“ sagði Kristinn í samtali við fréttastofu í gær.
Styttu af Guðríði Þorbjarnardóttur stolið Styttur og útilistaverk Snæfellsbær Tengdar fréttir Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35 Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50 Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Sjá meira
Styttan aftur á stall við hátíðlega athöfn á morgun Styttan af Guðríði Þorbjarnardóttur verður sett aftur á sinn stall við hátíðlega athöfn á morgun. Henni var stolið í vor og komið fyrir í öðru listaverki. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ segir gjörninginn hafa vakið meiri áhuga á sögu Guðríðar. 27. maí 2022 13:35
Kominn með styttuna í skottið eftir að Landsréttur sneri við dómi héraðsdóms Bronsstytta af Guðríði Þorbjarnardóttur sem hvarf af stöpli á Laugarbrekku á sunnanverðu Snæfellsnesi í apríl er nú komin í hendur bæjaryfirvalda í Snæfellsbæ. 16. maí 2022 19:50
Skora á lögregluna að skila listaverkinu umdeilda Bryndís Björnsdóttir og Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakonurnar sem gerðu listaverkið umdeilda Farangursheimild, hafa skorað á lögregluna að skila verkinu á þann stað þar sem það var afhjúpað. 27. apríl 2022 20:31