Herða öryggisgæslu við skóla eftir skotárásina í Texas Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2022 15:42 Lögregluborði í kringum Robb-grunnskólann í Uvalde þar sem nítján börn og tveir kennarar voru myrtir í síðustu viku. AP/Jae C. Hong Skólayfirvöld um öll Bandaríkin hafa hert öryggisgæslu eftir fjöldamorðið í grunnskólanum í Uvalde í Texas í síðustu viku af ótta við hermikrákur. Streita er sögð veruleg á meðal kennara og nemenda víða um landið. Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Nítján nemendur á aldrinum níu til ellefu ára og tveir kennarar á fimmtugsaldri voru myrtir þegar ungur maður hóf skothríð með árásarriflli í Robb-grunnskólanum í Uvalde í Texas á þriðjudag. Síðan þá hafa skólar í mörgum ríkjum fjölga öryggisvörðum og lögreglumönnum og takmarkað komur gestkomandi, að sögn AP-fréttastofunnar. Í El Paso í Texas, þar sem byssumaður drap 23 manns í rasískri skotárás árið 2019, hefur lögreglulið fjölgað eftirlitsferðum í öllum 85 skólum sem heyra undir skólaumdæmið. Lögreglumenn hafa verið færðir úr umferðareftirliti og öðrum verkefnum til þess að gæta skólanna. Þá hefur öryggismyndavélum verið fjölgað. Strangari kröfur eru gerðar til gesta. Í ríkjum eins og Connecticut, New York og Michigan hafa skólar aukið sýnileika lögreglu í kjölfar fjöldamorðsins. Í Buffalo, þar sem vopnaður rasisti skaut tíu manns til bana í stórverslun 14. maí, þurfa foreldrar, systkini og birgjar að hringja á undan sér til að fá leyfi til að koma inn í skóla, án nokkurra undantekninga. Allar dyr verði læstar. Sýnileiki lögreglu minni frekar á hættuna Aukin öryggisgæsla lætur þó ekki öllum líða betur. Jake Green frá Los Alamos í Nýju-Mexíkó, segist hafa verið sleginn þegar hann sá óeinkennisklædda lögreglumenn í fyrsta skipti þegar hann gekk með dóttur sína í skólann á föstudagsmorgun. Hann ólst sjálfur up í Colorado nærri Columbine-framhaldsskólanum þar sem tveir vopnaðir nemendur skutu tólf samnemendur og kennara til bana árið 1999. „Á vissan hátt líður mér ekkert öruggari með lögregluna hér. Að sjá lögregluna lætur það virkilega virka eins og versti möguleikinn væri enn líklegri til að eiga sér stað í dag,“ segir hann. Nokkur fjöldi tilkynninga hefur borist um að sést hafi til skotvopna á skólalóðum víðsvegar um landið og eru kennarar og nemendur sagðir stressaðir vegna þess. Öllu var skellt í lás í tveimur skólum á Seattle-svæðinu í Washington-ríki vegna slíkra tilkynninga. Eina sem fannst var loftbyssa. Í Denver voru tveir handteknir þegar framhaldsskóla var lokað á fimmtudag. Lögreglumenn fundu málningarbyssu en engin önnur skotvopn. Tímar voru felldir niður í skólanum þrátt fyrir það.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38 Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Nafgreina börnin og kennarana sem voru myrtir í Uvalde: „Ég missti hluta af hjarta mínu“ Börnin nítján og kennararnir tveir sem voru myrtir í skotárás í Robb-grunnskólanum í Texas í síðustu viku hafa nú verið nafngreindir. Yngsta barnið var níu ára gamalt en það elsta ellefu ára. 29. maí 2022 10:38
Tilvist illsku réttlæti ekki takmarkanir á byssueign Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna sagði á samkomu hagsmunasamtaka skotvopnaeigenda í gær að harmleikurinn í Uvalde í vikunni eigi ekki að verða til þess að skotvopn verði tekin af löghlýðnum borgurum. 28. maí 2022 08:56