Tók við liðinu á botni B-deildar og skilaði því upp í deild þeirra bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2022 08:31 Steve Cooper með bikarinn sem Nottingham fékk fyrir að vinna úrslitaleik umspilsins. James Gill - Danehouse/Getty Images Nottingham Forest vann Huddersfield Town 1-0 í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar og er þar með komið upp í ensku úrvalsdeildina eftir 23 ára bið. Það sem gerir afrek Forest enn merkilegra er að liðið var á botni B-deildarinnar þegar Steve Cooper tók við liðinu í september síðastliðnum. Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira
Steve Cooper fór alla leið í úrslit umspilsins á síðustu leiktíð þar sem Swansea City, þáverandi lið hans, tapaði 2-0 fyrir Brentford. Eftir það ákvað Cooper að stíga til hliðar og var hann án starfs er nýafstaðin leiktíð hófst síðasta haust. Eftir sjö umferðir höfðu forráðamenn Nottingham Forest hins vegar fengið nóg, liðið var með aðeins eitt stig á botni B-deildarinnar og því fékk Chris Hughton að fjúka. Átti það eftir að reynast besta ákvörðun sem Nottingham Forest hefur tekið síðan félagið réð Brian Clough á sínum tíma. Með jákvæðnina að leiðarljósi tókst Cooper að þjappa leikmönnum Nottingham Forest saman og ásamt því að spila betri fótbolta en áður þá fór liðið að ná í stig. Eftir jafntefli í fyrsta leik sínum með liðið vann Nottingham fjóra leik í röð. Segja má að nær allt hafi gengið upp hjá Nottingham og þá hefur 5-1 sigur liðsins á Swansea City í lok apríl eflaust verið sérstaklega sætur fyrir Cooper. Liðið hikstaði þó í umspilinu og þurfti vítaspyrnukeppni til að slá Sheffield United úr leik. Í gær var það svo sjálfsmark Levi Colwill sem gerði það að verkum að Nottingham vann 1-0 sigur og tryggði sér loks aftur sæti í deild þeirra bestu á Englandi. Þar hefur liðið ekki verið síðan vorið 1999 þegar liðið endaði á botni ensku úrvalsdeildarinnar. Cooper, you're the one #NFFC pic.twitter.com/ZOcHuGALS7— Nottingham Forest FC (@NFFC) May 29, 2022 Svo virðist sem bæði Steve Cooper og Nottingham Forest hafi tekið hárrétta ákvörðun seint í september á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur liðið leikið 45 leiki allt í allt, 27 hafa unnist, 11 hafa endað með jafntefli og aðeins 6 tapast. Nú er bara að sjá hvort sú tölfræði haldist í ensku úrvalsdeildinni næsta haust. Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Championship-deildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. EFL Championship er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Ísrael - Ísland | Fyrsti leikur á EM Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Sjá meira