Ísak Snær Þorvaldsson: Barátta, sýning og allt í þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2022 21:53 Ísak Snær hefur gert níu mörk fyrir fullkomna Blika. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær, leikmaður Breiðabliks, skoraði tvö mörk er Blikar unnu Leikni í Breiðholti 1-2 í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur og skrýtinn að mati Ísaks. „Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum. Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira
„Þetta var skrýtinn leikur. Við sköpuðum ekki mörg færi og við vorum ekki að leyfa þeim að fá færi. Þetta var mikið inni á miðjunni, baráttan, en við tókum færin sem við fengum. Við hefðum getað tekið fleiri færi en svona er þetta og við tökum stigin,“ sagði Ísak og hélt svo áfram „Það var erfitt að finna leiðir í gegnum þétta vörn en við fundum nokkrar leiðir sem við hefðum getað nýtt okkur betur. Þetta var mjög erfitt en við tókum færin sem við fengum.“ Fyrra mark Ísaks var virkilega fallegt þar sem hann vippaði boltanum yfir Viktor Freyr í marki Leiknis eftir skyndisókn. Ísak hugsaði ekki mikið áður en hann kláraði færið svoleiðis. „Það fór ekki mikið í gegnum hausinn á mér þarna. Ég sá hann bara koma út og þá var allt svæðið opið fyrir aftan hann og fyrir ofan hann þannig ég ákvað bara að setja boltann yfir hann,“ sagði Ísak. Eftir að Ísak hafði komið Blikum í 0-2 þá komust Leiknismenn inn í leikinn. Að sögn Ísaks þá hægðu Blikar full mikið á eftir seinna markið. „Mér fannst við aðeins hægja á okkur. Við fórum að fara aðrar leiðir í staðinn fyrir að fara sömu leiðir og voru að ganga fyrst. Þeir tóku það og nýttu sér það. Þeir pressuðu á okkur og settu síðan mark í andlitið á okkur. Damir og öll varnarnlínan voru sterkir undir lokin og allt liðið í heildina. Sáttir með baráttuna. Þeir voru ekkert að skapa sér neitt þannig,“ sagði Ísak. Ísak og Brynjar Hlöðversson, varnarmaður Leiknis, tókust reglulega á í gegnum leikinn í dag og oftar en ekki endaði annar þeirra í grasinu. Allt skilið eftir inná vellinum segir Ísak. „Ekkert illt. Þetta var bara inná vellinum. Það er alltaf barátta þar. Það var greinilega ákveðið fyrir leikinn að reyna að komast inn í hausinn á mér. Hann var að klípa mig og klóra mig og reyndi að gera allt til þess að pirra mig. Hann náði því í byrjun en svo ákvað ég bara að láta þetta ekki pirra mig. Svona er þetta bara, þetta er skemmtilegt. Barátta, sýning og allt í þessu,“ sagði Ísak. Breiðablik eru svo gott sem stungnir af á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 8 umferðir. Ísak er markahæstur með níu mörk. „Þetta verður bara að koma í ljós. Ef ég tek markametið þá er ég bara sáttur en ég stefni bara á að taka næsta leik og spila hann vel og við sjáum hvernig það fer svo þaðan,“ sagði Ísak að lokum.
Breiðablik Leiknir Reykjavík Besta deild karla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Sjá meira