Vaktin: Sprengjum rignir jafnt dag sem nótt Hólmfríður Gísladóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Samúel Karl Ólason skrifa 30. maí 2022 06:47 Aðskilnaðarsinnar í Donetsk skjóta sprengjum á hversveitir Úkraínumanna. Getty/Leon Klein Rússar leggja mikið kapp á að sigra síðustu úkraínsku hermennina í Luhansk. Harðir bardagar geysa í héraðinu og víðar í Austur-Úkraínu og segja sérfræðingar að Rússar virðist vera að drífa sig. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússneskir hermenn hafa sótt fram í borginni Severodonetsk í Luhansk-héraði í dag. Gífurlega harðir bardagar eru sagðir geisa þar og er barist um hverja götu. Borgarstjóri Severodonetsk segir borgina í rúst og tugir þúsunda hafa flúið heimili sín þar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær að „frelsun“ Donbas væri ófrávíkjanlegt forgangsmál stjórnvalda í Moskvu. Þá sagði hann hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hafa dregist á langinn vegna þess að rússneskir hermenn væru að vanda sig við að gera ekki árásir á borgaralega innviði. Ummælin eru ekki í neinum takti við raunveruleikann. Lavrov harðneitar því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti sé veikur. Tveir almennir borgarar létust og fimm særðust þegar rússneskar hersveitir sóttu inn í úthverfi borgarinnar Severodonetsk. Serhiy Gaidai, ríkisstjóri Luhansk, segir harða bardaga í gangi og árásir Rússa séu linnulausar. Tólf hús voru eyðilögð í nótt og átján í Lysychansk. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti mun ávarpa leiðtoga Evrópusambandsins þegar þeir koma saman á neyðarfundi í Brussel í dag til að ræða frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hefur gefið það út að Bandaríkin mun ekki senda háþróuð vopn til Úkraínu sem drífa munu til Rússlands. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Sjá meira