Ekki nema nokkrir áratugir þar til jöklarnir hverfa Ólafur Björn Sverrisson skrifar 30. maí 2022 11:34 Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir sagði í viðtalinu í Bítinu að ekki væru nema nokkrir áratugir þar til Snæfellsjökull muni hverfa, hann sé þó ekki einn jökla um þau örlög. samsett Guðfinna Th. Aðalgeirsdóttir, jöklafræðingur, telur að ef fram haldi sem horfir muni Snæfellsjökull hverfa að fullu á næstu nokkrum áratugum. Að óbreyttum útblæstri munu í raun allir jöklar hverfa á næstu áratugum en þó sé hægt að hægja verulega á þróuninni með minni hlýnun, að sögn Guðfinnu. Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu. Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Uggvænleg þróun hefur átt sér stað á jöklum landsins síðustu áratugi en tæp þrjú ár eru síðan haldin var minningarathöfn um jökulinn Ok sem hvarf. Guðfinna vildi ekki spá fyrir um hvaða jökull yrði næstur til að hverfa en telur ljóst að ekki séu nema nokkrir áratugir þar til flestir þeirra helstu verði horfnir. Jöklarnir eins og bankareikningur Guðfinna segir Helga Björnsson, jöklafræðing, hafa komið með ágætis líkingu um samspil veturhörku og sumarblíðu á bráðnun jöklanna. „Jöklarnir eru eins og bankareikningur, þú leggur inn á veturna og tekur út á sumrin og ef þú tekur meira út á sumrin þá minnka þeir. Við höfum mælt snjókomu á helstu jöklana í vetur og það snjóaði meira í vetur en vanalega, þannig nú bíðum við spennt að fylgjast með þróuninni í sumar.“ sagði Guðfinna en hlusta má á viðtalið við Guðfinnu í Bítínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Guðfinna segir að við upphaf mælinga á öndverðum tíunda áratug afkoma jökla verið jákvæð, þannig að meiri snjór bættist við þá á veturna en bráðnaði á sumrin. Þessu hafi hins vegar öfugt farið frá árinu 1994 og jöklarnir bráðnað stöðugt síðan þá. Hitastig hafsins hefur mikil áhrif á þróun jöklanna. Í viðtalinu lýsti Guðfinna einkennilegum köldum polli í hafinu suðvestan við Ísland, sem hafi hægt á bráðnun jöklanna frá árinu 2010. Hún tekur að auki fram að takist að hægja á hlýnun jarðar munu jöklarnir vera fljótir að bregðast við því. Vísindamenn hafi tekið eftir því hve mikil áhrif hitastig hafsins í kringum Ísland hafi á bráðnun jöklanna. Að lokum áréttaði Guðfinna að útblástur koltvísýrings af mannavöldum leiði til aukinnar hlýnunar, og þar með bráðnunar jökla, en hitastig á jörðinni vegna þessa hefur nú þegar aukist um rúma eina gráðu.
Náttúruhamfarir Vísindi Bítið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira