Ancelotti segir það hafa verið auðveldara að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. maí 2022 10:30 „Ooog berjast,“ kallar Carlo Ancelotti eflaust hér inn á völlinn. John Berry/Getty Images Carlo Ancelotti, þjálfari Evrópumeistara Real Madríd, segir það hafa verið auðveldara fyrir sig að undirbúa lið sitt fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Liverpool heldur en önnur lið. Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira
Ancelotti stýrði Real til sigurs gegn Liverpool í úrslitum Meistaradeildarinnar um liðna helgi. Ancelotti sjálfur var að vinna Meistaradeild Evrópu í fjórða sinn en Real Madríd sem félag var að vinna Meistaradeildina (og forvera hennar) í fjórtánda sinn. Real vann leikinn 1-0 þökk sé marki Vinícius Júnior í síðari hálfleik og þó Thibaut Courtois, markvörður Evrópumeistaranna, hafi verið maður leiksins má segja að leikkerfi Real í leiknum hafi gengið frábærlega upp. Ancelotti hefur eflaust reitt stuðningsfólk Liverpool til reiði með ummælum sínum um að undirbúningur Real hafi verið auðveldari en oft áður. „Ég held það hafi hjálpað að það var auðveldara að greina Liverpool en aðra mótherja þar sem liðið er með skýra stefnu hvernig það vill spila. Við gátum því farið yfir hvernig við vildum spila á móti. Við vissum hvaða leið við þyrftum að fara, ekki gefa þeim pláss bakvið vörnina til að hlaupa inn í.“ Real Madrid manager Carlo Ancelotti has claimed his preparations for Saturday s #UCLFinal were helped by Liverpool being more decipherable than their previous opponents. #RMCF | #LFC pic.twitter.com/vnKyvHhBKp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 30, 2022 Þó Liverpool hafi komist í einstaka fín færi þökk sé gæðum leikmanna á borð við Sadio Mané og Mohamed Salah þá gerði Real vel í að loka svæðum. Karim Benzema fórnaði þeim möguleika á að reynast hetjan með því að draga sig mikið niður og hjálpa til bæði á miðjunni sem og út á væng. Benzema bjó til ójafnvægi sem leikmenn Liverpool þurftu að glíma við er Real reyndi að spila boltanum upp völlinn. Þannig reyndu þeir að toga leikmenn Liverpool úr stöðu og fara með þá í svæði sem þeir vilja ekki fara í. Það gekk eftir í markinu sem Vinícius skorar en Federico Valverde bar boltann þá upp hægra megin á meðan hinn brasilíski Vinícius fór á blindu hliðina á Trent Alexander-Arnold og renndi boltanum í autt markið. Vinícius Júnior writes his name into history #UCLfinal pic.twitter.com/0hGh9JFeUO— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) May 28, 2022 Á meðan Liverpool hefur skýran og einkennandi leikstíl þá gerir Real einfaldlega það sem er best hverju sinni. Það hefur skilað þeim ágætis árangri til þessa. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Fleiri fréttir Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Sjá meira