Slapp með skrekkinn: „Hefði ég ekki náð því væri verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 07:30 Markvörðurinn Sveinn Sigurður er óbrotinn. Um gömul brot var að ræða. Markvörðurinn lifði því í þeim misskilningi að hann hefði aldrei brotið bein. Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara óvenju góður, er bara með smá hausverk og nokkra sauma í andlitinu. Þetta fór betur en á horfðist þar sem ég fékk fréttir eftir myndatökuna að ég væri tvíbrotinn í andliti,“ sagði Sveinn Sigurður Jóhannesson, markvörður Vals, sem var borinn af velli eftir skelfilegan árekstur í leik gegn Fram á dögunum. Sveinn Sigurður hefur verið varamarkvörður Vals um árabil en fékk tækifærið er Guy Smit, hollenski markvörður liðsins, tognaði á læri nýverið. Sveinn Sigurður var að spila þinn þriðja leik á leiktíðinni er Valur heimsótti Fram í Safamýri. Um miðbik fyrri hálfleiks – í stöðunni 1-0 fyrir Val – kemur Sveinn Sigurður út úr teig sínum til að hreinsa boltann í burtu sem hann og gerir. Í kjölfarið fær hann hnéð á Jannik Holmsgaard, leikmanni Fram, af öllu afli í andlitið. Farið var yfir áreksturinn í Stúkunni en athygli vekur að Holmsgaard fékk gult spjald fyrir atvikið. Klippa: Sveinn Sigurður borinn af velli „Þegar myndirnar voru skoðaðar betur kom í ljós að ég var ekki brotinn, þetta voru ekki fersk brot heldur gömul brot. Ég sem hafði staðið í þeirri trú að ég hefði aldrei brotið bein. Ég hafði ekki hugmynd.“ „Læknirinn talaði um að þetta væru líklega svona tveggja ára gömul brot og fannst mjög sérstakt að ég skyldi ekkert hafa vitað af þeim.Þetta er sennilega úr einhverju gömlu samstuði sem ég hef ekkert verið að pæla í,“ sagði Sveinn Sigurður. „Mögulega er ég stundum full ákveðinn“ „Læknirinn sagði að ég væri með fallega hvítt bein á meðan hann saumaði sex til átta spor í andlitið á mér, móður minni til mikillar gleði,“ sagði Sveinn Sigurður og hló en ljóst er að húmorinn er til staðar þrátt fyrir höggið sem hann varð fyrir. „Þetta leit ekki vel út þegar læknirinn kom niður og sagði mér að ég væri tvíbrotinn í andlitinu og með heilahristing. En að þetta séu gömul brot er bara skemmtileg saga.“ Sveinn Sigurður segist ekki hafa lent í mörgum árekstrum til þessa á ferlinum og telur sig nokkuð heppinn. Mögulega er ég stundum full ákveðinn,“ bætti hann þó við en það hefur aldrei verið slæmt fyrir markvörð að vera ákveðinn. Ætlaði ekki að láta skipta sér út af „Þetta er náttúrulega ógeðslega svekkjandi og lét sjúkraþjálfarann (Einar Óla Þorvarðarson) heyra það þegar hann ætlaði að láta taka mig af velli. Ég ætlaði alls ekki að fara út af og spurði hann hvort hann gæti ekki bara vafið þetta á meðan ég var á sama tíma varla með meðvitund.“ „Ég bað hann svo afsökunar á æfingu í gær. Viðurkenndi að þetta hefði sennilega verið skynsöm ákvörðun hjá honum.“ Sigurði Sveini fannst þetta sérstaklega svekkjandi þar sem hann var loks kominn í markið og hann taldi Val vera með fulla stjórn á leiknum. „Ég hafði frekar góða tilfinningu á þessum tíma leiksins og svo kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hefði getað farið mun verr Á einhvern undraverðan hátt tókst Sveini Sigurði að koma í veg fyrir frekari meiðsli með því að slæma hendi fyrr munn og nef rétt áður en höggið átti sér stað. „Ég hélt fyrst að ég væri handleggsbrotinn. Það voru teknar myndir af hendinni en hún er óbrotin, ljóst að þetta var samt alvöru högg. Hefði ég ekki náð því [að setja hendina fyrir andlitið] væri núna verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba,“ sagði Sveinn Sigurður og glotti við tönn. Sveinn Sigurður í leik gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn er sem stendur heima hjá sér enda á hann að taka því rólega næstu daga. Hann segist ekki vilja ögra meiðslum sem þessum og þakkar stuðninginn, bæði heima fyrir og hjá Val. Sveinn Sigurður vonast til að þetta verði ekki of langur tími á hliðarlínunni og að hann snúi aftur fyrr en síðar. Einnig telur hann að Guy Smit verði klár eftir landsleikjahlé „án þess þó að vita nokkuð um það.“ „Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu“ „Þetta fór eins vel og hægt var miðað við hvernig þetta leit út í byrjun. Vonandi er þetta bara smá heilahristingur og ég get byrjað að æfa aftur sem fyrst. Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu. Það fyndna er samt að ég hélt ég hefði aldrei brotið bein,“ sagði Sveinn Sigurður að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Sveinn Sigurður hefur verið varamarkvörður Vals um árabil en fékk tækifærið er Guy Smit, hollenski markvörður liðsins, tognaði á læri nýverið. Sveinn Sigurður var að spila þinn þriðja leik á leiktíðinni er Valur heimsótti Fram í Safamýri. Um miðbik fyrri hálfleiks – í stöðunni 1-0 fyrir Val – kemur Sveinn Sigurður út úr teig sínum til að hreinsa boltann í burtu sem hann og gerir. Í kjölfarið fær hann hnéð á Jannik Holmsgaard, leikmanni Fram, af öllu afli í andlitið. Farið var yfir áreksturinn í Stúkunni en athygli vekur að Holmsgaard fékk gult spjald fyrir atvikið. Klippa: Sveinn Sigurður borinn af velli „Þegar myndirnar voru skoðaðar betur kom í ljós að ég var ekki brotinn, þetta voru ekki fersk brot heldur gömul brot. Ég sem hafði staðið í þeirri trú að ég hefði aldrei brotið bein. Ég hafði ekki hugmynd.“ „Læknirinn talaði um að þetta væru líklega svona tveggja ára gömul brot og fannst mjög sérstakt að ég skyldi ekkert hafa vitað af þeim.Þetta er sennilega úr einhverju gömlu samstuði sem ég hef ekkert verið að pæla í,“ sagði Sveinn Sigurður. „Mögulega er ég stundum full ákveðinn“ „Læknirinn sagði að ég væri með fallega hvítt bein á meðan hann saumaði sex til átta spor í andlitið á mér, móður minni til mikillar gleði,“ sagði Sveinn Sigurður og hló en ljóst er að húmorinn er til staðar þrátt fyrir höggið sem hann varð fyrir. „Þetta leit ekki vel út þegar læknirinn kom niður og sagði mér að ég væri tvíbrotinn í andlitinu og með heilahristing. En að þetta séu gömul brot er bara skemmtileg saga.“ Sveinn Sigurður segist ekki hafa lent í mörgum árekstrum til þessa á ferlinum og telur sig nokkuð heppinn. Mögulega er ég stundum full ákveðinn,“ bætti hann þó við en það hefur aldrei verið slæmt fyrir markvörð að vera ákveðinn. Ætlaði ekki að láta skipta sér út af „Þetta er náttúrulega ógeðslega svekkjandi og lét sjúkraþjálfarann (Einar Óla Þorvarðarson) heyra það þegar hann ætlaði að láta taka mig af velli. Ég ætlaði alls ekki að fara út af og spurði hann hvort hann gæti ekki bara vafið þetta á meðan ég var á sama tíma varla með meðvitund.“ „Ég bað hann svo afsökunar á æfingu í gær. Viðurkenndi að þetta hefði sennilega verið skynsöm ákvörðun hjá honum.“ Sigurði Sveini fannst þetta sérstaklega svekkjandi þar sem hann var loks kominn í markið og hann taldi Val vera með fulla stjórn á leiknum. „Ég hafði frekar góða tilfinningu á þessum tíma leiksins og svo kemur þetta eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hefði getað farið mun verr Á einhvern undraverðan hátt tókst Sveini Sigurði að koma í veg fyrir frekari meiðsli með því að slæma hendi fyrr munn og nef rétt áður en höggið átti sér stað. „Ég hélt fyrst að ég væri handleggsbrotinn. Það voru teknar myndir af hendinni en hún er óbrotin, ljóst að þetta var samt alvöru högg. Hefði ég ekki náð því [að setja hendina fyrir andlitið] væri núna verið að setja mig saman eins og einhverja Legókubba,“ sagði Sveinn Sigurður og glotti við tönn. Sveinn Sigurður í leik gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings fyrr í sumar.Vísir/Hulda Margrét Markvörðurinn er sem stendur heima hjá sér enda á hann að taka því rólega næstu daga. Hann segist ekki vilja ögra meiðslum sem þessum og þakkar stuðninginn, bæði heima fyrir og hjá Val. Sveinn Sigurður vonast til að þetta verði ekki of langur tími á hliðarlínunni og að hann snúi aftur fyrr en síðar. Einnig telur hann að Guy Smit verði klár eftir landsleikjahlé „án þess þó að vita nokkuð um það.“ „Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu“ „Þetta fór eins vel og hægt var miðað við hvernig þetta leit út í byrjun. Vonandi er þetta bara smá heilahristingur og ég get byrjað að æfa aftur sem fyrst. Fæ örugglega einhverja geggjaða Batman-grímu. Það fyndna er samt að ég hélt ég hefði aldrei brotið bein,“ sagði Sveinn Sigurður að endingu. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira