Mótmæli eftir mannskætt húshrun halda áfram í Íran Kjartan Kjartansson skrifar 2. júní 2022 10:24 Rústir Metropol-byggingarinnar í Abadan í Íran. AP/skrifstofa varaforseta Írans Reiði ríkir enn í garð íranskra yfirvalda eftir að 37 manns fórust þegar íbúðablokk hrundi í suðvestanverðu landinu í síðustu viku. Mótmælendur hafa meðal annars hrópað slagorð gegn Ali Khamenei, æðsta leiðtoga Írans. Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður. Íran Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Yfirvöld hafa kennt spillingu embættismanna og litlum öryggiskröfum um að tíu hæða Metropol-byggingin í Abadan í Khuzestan-héraði hrundi til grunna 23. maí. Auk þeirra látnu slösuðust 37 manns. Þrettán manns hafa verið handteknir vegna hrunsins til þessa, þar á meðal borgarstjórar og aðrir embættismenn. Mikil öryggisgæsla var þegar minningarathafnir um fórnarlömbin voru haldnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Myndbönd frá borginni sýndu mótmælendur kveikja í dekkjum og loka vegum í bænum Shadegan í nágrenni Abadan. Mótmælendur telja að harmleikurinn hafi einnig átt sér stað vegna vanrækslu stjórnvalda og landlægu misferli embættismanna. Lögreglumenn hafa skotið táragasi að mótmælendunum og hleypt af byssum upp í loftið til að dreifa mannfjöldanum. Til átaka hefur jafnframt komið á milli lögreglumanna og mótmælenda. AP-fréttastofan segir að yfirvöld hafi handtekið Arash Ghaleh-Golab, blaðamann, þegar hann fylgdist með athöfn fyrir fórnarlömb hrunsins. Lögreglumenn hafi barið hann og sparkað í hann. Óljóst sé hvort Ghaleh-Golab var að störfum þegar hann var handtekinn eða hvort hann var viðstaddur athöfnina sem almennur borgari. Hann er enn í haldi yfirvalda og hefur ekki fengið að vera í sambandi við fjölskyldu sína eða umheiminn. Engin ákæra hefur verið birt honum. Stjórnvöld í Íran sæta nú vaxandi gagnrýni almennings vegna hækkandi matvælaverð og efnahagsþrenginga að undanförnu. Gjaldmiðill landsins tók dýfu í gær og hefur hann ekki verið veikari gagnvart Bandaríkjadollar áður.
Íran Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira