Ísak Snær ekki með gegn Val | Atli Hrafn aftur í bann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2022 17:01 Ísak Snær er á leið í leikbann. Vísir/Hulda Margrét Aganefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur birt lista yfir þá leikmenn og þjálfara Bestu deildar karla sem verða í leikbanni er deildin hefst á nýjan leik um miðjan júní eftir landsleikjahlé. Markahæsti maður deildarinnar er þar á meðal. Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Ísak Snær Þorvaldsson hefur verið drifkrafturinn á bakvið frábæra byrjun Breiðabliks en hann verður hvergi sjáanlegur er Breiðablik heimsækir Hlíðarenda og mætir heimamönnum í Val 16. júní. Ísak Snær hefur verið iðinn við kolann, bæði hvað varðar markaskorun og spjaldasöfnun. Hann er kominn með níu mörk í átta leikjum í Bestu deildinni sem og fjögur gul spjöld. Því hefur hann verið dæmdur í eins leiks bann. Valur verður án Birkis Heimissonar í sama leik en hann er í leikbanni eftir að hafa fengið tvö gul og þar með rautt er Valur tapaði 3-2 fyrir Fram í síðustu umferð. Atli Hrafn Andrason er á leið í tveggja leikja bann fyrir rautt spjald sem hann fékk eftir að fara verið tekinn af velli í 1-0 tapi ÍBV gegn Stjörnunni. Atli Hrafn hafði fengið að líta rauða spjaldið gegn KR fyrr í sumar og fer því í tveggja leikja bann. Athygli vekur að Atli Hrafn hefur aðeins spilað 225 mínútur í sumar eða rétt rúmlega tvo og hálfan leik. Hann mun ekki geta bætt við þann fjölda á næstunni. Stutt er síðan Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar í Stúkunni fóru yfir agavandamál Eyjamanna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings er á leið í leikbann eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu eftir jöfnunarmark KA í Víkinni. Íslandsmeistararnir unnu þó leikinn á endanum. Arnar missir því af ferð Víkinga til Vestmannaeyja nema hann fari með og sitji í stúkunni. Þá eru þeir Brynjar Hlöðversson (Leiknir R.) og Patrik Johannesen (Keflavík) á leið í eins leiks bann þar sem þeir hafa báðir nælt sér í fjögur gul spjöld til þessa á leiktíðinni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki