„Fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma“ Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2022 16:02 Martin Hermannsson fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst þegar hann meiddist. Stöð 2 Sport „Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann,“ segir Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, sem hafði ekki getað æft með hefðbundnum hætti síðustu vikur áður en hann sleit krossband í hné á mánudagskvöld. Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi. Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Martin meiddist í leik sem reyndist lokaleikur Valencia á tímabilinu á Spáni og ljóst er að hann mun ekki snúa aftur til keppni fyrr en á næsta ári. Þessi 27 ára fremsti körfuboltamaður landsins segist í raun enn vera að melta það að hafa meiðst svo alvarlega, í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta er búinn að vera algjör rússíbani. Þegar þetta gerðist fyrst þá fann ég strax að þetta væri eitthvað alvarlegt. Ég hef hingað til verið hrikalega heppinn með meiðsli, aldrei verið neitt meiddur nema kannski 2-3 vikur í senn, en ég fann um leið og þetta gerðist að þetta myndi taka aðeins lengri tíma. Tilfinningin var ekki góð. Um leið og maður lendir í svona þá fer hausinn á flug og maður hugsar bara: Jæja, er þetta búið? Hvað gerist næsta ár? Hvar er konan mín og barnið mitt? Þetta gerðist allt einhvern veginn mjög hægt. Mér fannst ég hafa legið þarna í tvo tíma. En svo er maður ótrúlega heppinn með baklandið, konu sína og fjölskyldu, allt liðið, vinina og fleiri sem hafa lyft manni upp, og maður er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu núna,“ segir Martin. Klippa: Martin fann strax að eitthvað alvarlegt hefði gerst „Hlustaði ekki nógu vel á líkamann“ En það hlýtur þó að vera erfitt að sætta sig við orðinn hlut? „Já, ekki spurning. Það mun taka tíma. Sérstaklega þegar þetta er svona í síðasta leik tímabilsins. Ég var búinn að vera tæpur í 2-3 vikur og ekkert búinn að æfa, og það er kannski ástæðan fyrir því að þetta gerðist. Maður hlustaði ekki nógu vel á líkamann. Það er rosalega auðvelt að sjá eftir sínum ákvörðunum og kannski hefði maður bara átt að stoppa, en einhvern veginn hef ég allt mitt líf ýtt mér áfram, alveg sama þó að það séu einhver smávægileg meiðsli eða slíkt. Ég held að líkaminn hafi svolítið sagt þarna stopp og ég trúi því að allt gerist út af ástæðu. Ég er byrjaður að horfa á það jákvæða í þessu. Ég fæ núna góðan tíma til að vinna í öllum líkamanum og í hlutum sem maður hefur ekki haft tíma til að vinna í. Ég lít á þetta sem risastórt tækifæri til að verða betri og sterkari, og koma gjörsamlega skotheldur til baka,“ segir Martin. Þetta er fyrsti hluti viðtals við Martin sem birtast mun hér á Vísi.
Körfubolti Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
Martin með slitið krossband: „Lífið er ekki alltaf sanngjarnt“ Martin Hermannsson, landsliðsmaður Íslands í körfubolta og leikmaður Valencia á Spáni, fór meiddur af velli í leik Valencia í gærkvöld. Meiðslin litu illa út og nú hefur félagið staðfest að krossband í vinstra hné Martins sé slitið. 31. maí 2022 09:16