Endurreisn gamla meirihlutans geti falið í sér fátt annað en óbreytt ástand Árni Sæberg skrifar 2. júní 2022 16:50 Katrín Atladóttir var borgarstjórnarfulltrúi Sjálfstæðisflokks á nýafstöðnu kjörtímabili en hún gaf ekki kost á sér til frekari setu í borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Viðreisn og Flokkur fólksins myndi nýjan meirihluta í borginni. Þær meirihlutaviðræður sem nú eru í gangi geti varla endurspeglað þær breytingar sem kjósendur óskuðu eftir í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. „Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni?“ svona hefst skoðanagrein Katrínar Atladóttur sem birtist hér á Vísi í dag. Hún segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins myndi hafa trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Hann væri meirihluti framfara, sáttar og breytinga. Flokkarnir gætu lækkað álagningarhlutfall Katrín segir þennan mögulega meirihluta gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þá nefnir hún að flokkarnir gætu náð vel saman um skipulags- og samgöngumál í borginni, hugsanlega undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. „Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið,“ segir Katrín Nýir vendir sópi best Katrín segir að það sé kominn tími á breytingar í Reykjavík og að meginþorri kjósenda hafi verið sammála um það. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. „Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík,“ segir Katrín að lokum. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
„Nú standa yfir meirihlutaviðræður í borginni milli hins fallna meirihluta og Framsóknar. Hinn fallni meirihluti, með smávægilegum blæbrigðamun, hefur farið með áhrif í borginni um nærri þriggja áratuga skeið. Endurreisn hans getur varla falið annað í sér en meira af hinu sama. Viðræðurnar geta varla endurspeglað þá breytingu sem kjósendur óskuðu eftir. En er þetta eini valkosturinn í stöðunni?“ svona hefst skoðanagrein Katrínar Atladóttur sem birtist hér á Vísi í dag. Hún segir að meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Viðreisnar og Flokks fólksins myndi hafa trúverðugleika til að ráðast í nauðsynlegar kerfisbreytingar og löngu tímabæra tiltekt á fjármálum borgarinnar. Hann væri meirihluti framfara, sáttar og breytinga. Flokkarnir gætu lækkað álagningarhlutfall Katrín segir þennan mögulega meirihluta gæti ráðist strax í úttekt á fjármálum og stjórnkerfi Reykjavíkurborgar með það fyrir augum að ná fram aukinni hagræðingu og skilvirkni. Jafnframt gætu flokkarnir lækkað álagningarhlutfall fasteignaskatta umsvifalaust, sem viðbragð við gríðarlegri hækkun fasteignamats sem kynnt var í vikunni. Þá mætti draga úr samkeppnisrekstri borgarinnar og virkja betur einkaframtak. Þá nefnir hún að flokkarnir gætu náð vel saman um skipulags- og samgöngumál í borginni, hugsanlega undir áframhaldandi forystu Viðreisnar. „Þessi meirihluti breytinga gæti jafnframt unnið að fjölmörgum framförum í skólastarfi. Flokkarnir gætu unnið að raunverulegri lausn leikskólavandans og stutt betur við dagforeldrakerfið,“ segir Katrín Nýir vendir sópi best Katrín segir að það sé kominn tími á breytingar í Reykjavík og að meginþorri kjósenda hafi verið sammála um það. Þeim breytingum mætti ná fram með kröftugum endurnýjuðum meirihluta í Reykjavík. „Nýir vendir sópa nefnilega best – og ekki er vanþörf á í Reykjavík,“ segir Katrín að lokum.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira