Kallar eftir breytingum í kjölfar enn einnar skotárásarinnar Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 14:31 Gauff ritar skilaboðin á sjónvarpsmyndavél í París í gær. Tim Clayton/Corbis via Getty Images Bandaríska ungstirnið Coco Gauff hvetur til þess að íþróttafólk nýti aðstöðu sína í sviðsljósinu til að berjast fyrir mannréttindum og félagslegum breytingum. Hún kallaði eftir breytingum á byssulöggjöf í Bandaríkjunum á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú. Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira
Gauff lagði hina ítölsku Martinu Trevisan í undanúrslitum mótsins í gær og tryggði sér þannig í úrslitaviðureign í einliðaleik á Opna franska í fyrsta skipti. Þar bíður hennar strembið verkefni er hún tekst á við hina pólsku Igu Swiatek, sem er efst á heimslistanum. Eftir sigur gærdagsins greip Gauff í tússpenna og skrifaði skilaboð á sjónvarpsmyndavél. Þar sagði: „Friður. Bindum enda á skotárásir.“ Hávært ákall hefur verið eftir breytingum á byssulöggjöf vestanhafs eftir að 19 börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í grunnskóla í Texas í síðustu viku. Þá voru þrír starfsmenn og einn sjúklingur á sjúrkahúsi í Oklahoma drepin í skotárás í gær. „Ég vaknaði í morgun og sá að það var önnur skotárás og hugsaði hvað þetta er brenglað,“ sagði Gauff í viðtali eftir keppni gærdagsins. „Mér fannst rétt að gera þetta í augnablikinu. Vonandi skilar þetta sér til fólksins sem með valdið fer, og verði til breytinga.“ Skilaboðin sem Gauff ritaði á vélina.Tim Clayton/Corbis via Getty Images Íþróttafólk eigi að láta í sér heyra Gauff er á meðal fjölda íþróttafólks sem hefur kallað eftir breytingum eftir árásina í síðustu viku. Þar má meðal annars nefna LeBron James, Serenu Williams, Naomi Osaka og Colin Kaepernick. „Mér finnst við oft skilgreind innan þröngs ramma og fólk segi að aðskilja eigi íþróttir og pólitík. Ég er sammála að vissu leyti, en á sama tíma er ég fyrst og fremst manneskja, fremur en tenniskona,“ segir Gauff. „Auðvitað er mér ekki sama um þessi mál og mun láta í mér heyra. Ef eitthvað er, þá gefa íþróttirnar manni þetta sviðljós, sem gefur færi á að ná til fleira fólks.“ Gauff keppir til úrslita á Opna franska gegn Igu Swiatek á laugardag. Gauff er aðeins 18 ára gömul og er sú yngsta til að keppa til úrslita á mótinu frá Kim Clijsters sem komst í úrslit 2001. Verkefnið er ærið þar sem Swiatek hefur unnið síðustu 34 leiki sína í röð og fagnað sigri á síðustu fimm mótum. Tveir úrslitaleikir bíða Gauff á Roland Garros-vellinum um helgina en hún tryggði sér sæti í úrslitum í tvíliðaleik með sigri í undanúrslitum í dag. Þar unnu þær Gauff og landa hennar Jessica Pegula 6-4 7-6 (7-4) sigur á Madison Keys og Taylor Townsend, sem einnig eru frá Bandaríkjunum. Gauff vakti fyrst athygli árið 2019 þegar hún komst í 16 manna úrslit á Wimbledon-mótinu í Englandi, aðeins 15 ára gömul. Hún hefur unnið fjóra titla á ferlinum en leitar enn síns fyrsta risatitilins, sem hún hefur aldrei verið eins nálægt og nú.
Tennis Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Sjá meira