„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Morfínríkur safi ópíumvalmúans fæst þegar blóm hans eru verkuð. EPA/Stringer Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum. Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum.
Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent