„Ópíumvampírur“ ferðast til Spánar í leit að auðveldri vímu Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. júní 2022 15:00 Morfínríkur safi ópíumvalmúans fæst þegar blóm hans eru verkuð. EPA/Stringer Ferðamenn koma víðsvegar að úr Evrópu að árbökkum Tagus-ár á Íberíuskaga til að stelast í morfínríkan safa ópíumvalmúans. Afurðir plöntunnar eru notaðar til framleiðslu sterkra verkjalyfja en ferðamennirnir verka þær ólöglega í vímuskyni og hafa fyrir vikið hlotið heitið „ópíumvampírur“. Þessi hættulegi túrismi er liður í mikillu aukningu á neyslu ópíums og ópíum-afleiddra efna í heiminum. Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum. Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Spænski fjölmiðillinn El País greinir frá þessum ópíumtúrisma í umfjöllun sinni um málið. Þar kemur fram að Spánn sé stærsti framleiðandi löglegra ópíum-hráefna úr ópíumvalmúa í heiminum. Árlega eru framleidd um 113 tonn morfín-ígildis á Spáni, talsvert meira en í Frakklandi og Ástralíu sem framleiða bæði um 75 tonn. Meirihluti ræktunar ópíums á heimsvísu er hins vegar ólöglegur og því ómögulegt að meta heildarmagn ræktunar. Lyfjafyrirtækið Alcaliber hefur eitt haft einkarétt á ræktun ópíums og framleiðslu ópíóðalyfja á Spáni frá árinu 1986. Ópíóða-lyf eru notuð í lækningarskyni til verkjastillingar en á undanförnum árum hefur lögleg og ólögleg notkun slíkra lyfja aukist mjög. Lyfjayrirtækið var áður í eigu milljarðamæringsins Juan Abelló, eins ríkasta manns Spánar, sem seldi það árið 2018 til breska sjóðsins GHO fyrir rúmlega 200 milljónir evra. Ungar eiturlyfjavampírur komi með vorinu Staðsetning hinna 528 valmúa-akra Alcaliber, sem telja um 11.000 hektara, er leynileg. Á vorin þegar hvít blómin blómstra er þó ómögulegt að fela akrana. Fyrir rúmum áratug varð þjóðvarðalið svæðisins vart við mikla aukningu ferðamanna sem kæmu til svæðisins til að stelast í plöntur ópíumvalmúans. Samkvæmt Álvaro Gallardo, talsmanni þjóðvarðaliðsins í Toledo, birtast ungir ferðamenn í maí í þeim eina tilgangi að neyta blóma plöntunnar. ÓpíumvalmúiGetty/Francisco Archilla Bernardino Efnafræðingurinn Carlos García Caballero hefur varað við þessum eiturlyfjatúrisma, ferðamenn hafi ekki stjórn yfir skömmtunum sem þeir fá úr plöntunum. Fyrir þremur árum lést tvítugur írskur ferðamaður á miðjum valmúaakri eftir ofneyslu á ópíumi og árið 2009 lést ungur Ítali á sama hátt. Þetta sport ferðamanna er því ekki hættulaust. Neysla ópíóða eykst Aukning á þessum ópíumtúrisma á Spáni er ekki samhengislaus, neysla ópíóðalyfja hefur aukist mjög á heimsvísu á undanförnum árum. Yfirlæknir Vogs greindi frá því í desember síðastliðnum að 250 manns hefðu farið í meðferð við ópíóðafíkn það árið og varaði við nýjum ópíóðafaraldri hérlendis. Í fréttaskýringarþætti Kompáss í janúar kom fram að þúsundir Íslendinga væru með ávísanir fyrir ópíóða-lyfinu Oxycontín, margfalt fleiri en fyrir áratug. Nýverið biðluðu fulltrúar Matthildar - samtaka um skaðaminnkun til yfirvalda um að bregðast við faraldrinum.
Spánn Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00