Ronaldo trúir að Man Utd geti rétt úr kútnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. júní 2022 10:30 Cristiano Ronaldo er bjartsýnn. James Gill/Getty Images Framtíð Cristiano Ronaldo hefur verið til umræðu að undanförnu. Talið var að leiðir hins 37 ára gamla Portúgala og Manchester United gætu skilið. Svo virðist ekki vera ef marka má ummæli hans í viðtali við vef Man United. Þó stuðningsfólk Man Utd vilji helst grafa og gleyma síðustu leiktíð sem fyrst þá átti Ronaldo persónulega ágætis tímabil. Hann skoraði 24 mörk í öllum keppnum og var til að mynda tilnefndur sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. „Hvað get ég sagt, áhorfendur okkar eru magnaðir. Meira að segja þegar við töpum, þeir styðja alltaf við bakið á okkur og eru alltaf með okkur. Þetta er fólkið sem ber að virða því það fylgir okkur hvert sem við förum.“ Eftir komu Erik Ten Hag í þjálfarastólinn var talið að Ronaldo gæti verið á leið út þar sem Hollendingurinn myndi vilja yngri og sprækari framherja. Svo virðist ekki vera en Ten Hag hefur gefið út að hann sé spenntur að vinna með Ronaldo og það virðist sem Portúgalinn sé sama sinnis. I wish him the best and let s believe that we re going to win trophies. @Cristiano shares his thoughts on Erik ten Hag, the club s incredible support and pre-match nerves ahead of his United return in an unmissable episode of Player Diaries #MUFC | #BringingYouCloser pic.twitter.com/I4ghf0YMuf— Manchester United (@ManUtd) June 3, 2022 „Ástríða mín fyrir leiknum hvetur mig enn áfram og lætur mig leggja hart að mér, og auðvitað Manchester United og liðsfélagar mínir sem hjálpa mér á hverjum degi. Ég kann að meta allt það fólk sem hjálpar mér að verða betri.“ „Mikilvægast fyrir mig er að vinna leiki og reyna vinna bikara. Ég trúi því að það eigi að vera markmið Man Utd, þar á félagið heima. Stundum tekur tíma að komast þangað en ég trúi,“ sagði Ronaldo að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Þó stuðningsfólk Man Utd vilji helst grafa og gleyma síðustu leiktíð sem fyrst þá átti Ronaldo persónulega ágætis tímabil. Hann skoraði 24 mörk í öllum keppnum og var til að mynda tilnefndur sem leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni. „Hvað get ég sagt, áhorfendur okkar eru magnaðir. Meira að segja þegar við töpum, þeir styðja alltaf við bakið á okkur og eru alltaf með okkur. Þetta er fólkið sem ber að virða því það fylgir okkur hvert sem við förum.“ Eftir komu Erik Ten Hag í þjálfarastólinn var talið að Ronaldo gæti verið á leið út þar sem Hollendingurinn myndi vilja yngri og sprækari framherja. Svo virðist ekki vera en Ten Hag hefur gefið út að hann sé spenntur að vinna með Ronaldo og það virðist sem Portúgalinn sé sama sinnis. I wish him the best and let s believe that we re going to win trophies. @Cristiano shares his thoughts on Erik ten Hag, the club s incredible support and pre-match nerves ahead of his United return in an unmissable episode of Player Diaries #MUFC | #BringingYouCloser pic.twitter.com/I4ghf0YMuf— Manchester United (@ManUtd) June 3, 2022 „Ástríða mín fyrir leiknum hvetur mig enn áfram og lætur mig leggja hart að mér, og auðvitað Manchester United og liðsfélagar mínir sem hjálpa mér á hverjum degi. Ég kann að meta allt það fólk sem hjálpar mér að verða betri.“ „Mikilvægast fyrir mig er að vinna leiki og reyna vinna bikara. Ég trúi því að það eigi að vera markmið Man Utd, þar á félagið heima. Stundum tekur tíma að komast þangað en ég trúi,“ sagði Ronaldo að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Frank Mill er látinn Fótbolti Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira