Þorsteinn framlengir um fjögur ár við KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. júní 2022 11:25 Þorsteinn Halldórsson þjálfar A-landslið kvenna til 2026 hið minnsta. vísir/Sigurjón Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur framlengt samning sinn við Knattspyrnusamband Íslands um fjögur ár. Hann skrifaði undir samning til ársins 2026, með möguleika á frekari framlengingu. Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira
Þorsteinn tók við liðinu snemma árs 2021 eftir að Jóni Þór Haukssyni var sagt upp störfum. Jón Þór hafði stýrt liðinu á EM á Englandi sem fram fer í sumar. Þorsteinn hætti sem þjálfari kvennaliðs Breiðabliks til að taka við starfinu en hann stýrði Blikakonum til Íslandsmeistaratitils árið 2020. Þorsteinn hefur verið þjálfari Íslands í sex leikjum í undankeppni HM þar sem gengi landsliðsins hefur verið framar vonum. Ísland er efst í riðlinum með 15 stig eftir sex leiki, stigi á undan stórliði Hollands sem er í öðru sæti og hefur leikið jafnmarga leiki. „Ég hef haft mikla ánægju af þessu starfi síðan ég tók við. Leikmennirnir hafa gert frábæra hluti og ég er með góðan hóp í höndunum, og ekki síður finnst mér síðustu ár hafa komið í ljós hvað það er mikil og góð breidd í A landsliði kvenna, fullt af góðum leikmönnum til að velja úr. Umgjörðin sem við störfum í er fyrsta flokks og ég hlakka mjög til þess að vinna áfram að þessu verðuga verkefni“ er haft eftir Þorsteini á heimasíðu KSÍ. KSÍ semur við Þorstein til ársins 2026 Our women's team head coach Þorsteinn has signed a new contract!#dottirhttps://t.co/5OZDyoNEdl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 3, 2022 Samningurinn sem Þorsteinn skrifaði undir gildir til 2026, með framlengingarákvæði fram yfir HM 2027, komist Ísland þangað. „A landslið kvenna hefur verið að gera virkilega góða hluti og við vildum gera okkar til að tryggja áframhald á þróun liðsins næstu ár og góðu gengi þess undir stjórn Steina. Ég er mjög ánægð með samninginn og hlakka mikið til framhaldsins með þessu flotta liði og öfluga þjálfarateymi“. hefur KSÍ eftir formanni sambandsins, Vöndu Sigurgeirsdóttur. Ísland hefur keppni á EM þann 10. júlí og mætir Belgíu í fyrsta leik á Akademíuvelli Manchester City.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Sjá meira