UEFA biður Liverpool og Real Madrid afsökunar Atli Arason skrifar 3. júní 2022 19:30 Stade de France leikvangurinn rétt áður en úrslitaleikur Real Madrid og Liverpool hófst. Getty Images Tæpri viku eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, loks beðist afsökunar á þeirri óreiðu sem varð fyrir utan Stade de France leikvanginn. „UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira
„UEFA biðst innilegar afsökunar til allra þeirra stuðningsmanna sem upplifðu eða urðu vitni af hræðilegum atburðum í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Enginn stuðningsmaður á að þurfa að upplifa svona lagað og þetta má ekki koma fyrir aftur,“ segir í yfirlýsingu frá UEFA. Aðkoma stuðningsmanna að leikvanginum var ekki nægilega vel skipulögð og sérstaklega sú sem sneri að stuðningsmönnum Liverpool. Stuðningsmennirnir voru síðar beittir táragasi þegar sumir þeirra reyndu í örvæntingu sinni að komast inn á leikvöllinn. Fyrstu viðbrögð UEFA við atburðunum var að seinka leiknum og skella sökinni á stuðningsmenn sem komu of seint á völlinn. Síðar gaf knattspyrnusambandið þær útskýringar að seinkunin var vegna þess hve margir stuðningsmenn voru með falsaða miða. Strax að leik loknum skipaði UEFA í óháða nefnd sem átti að fara yfir það sem fór úrskeiðis með því markmiði að greina mistök og draga lærdóm af atburðunum. Nefnd UEFA mun fara yfir atburðina frá A til Ö, alveg frá því að stuðningsmenn beggja liða komu saman og þá leið sem þeir fóru að leikvanginum. Einnig munu almennir óháðir áhorfendur vera skoðaðir og farið yfir störf og viðbrögð frönsku lögreglunnar, franska knattspyrnusambandsins og starfsfólks Stade de France. Portúgalinn Tiago Brandão Rodrigues mun leiða störf nefndarinnar og skýrslan verður birt um leið og hún er klár, að sögn UEFA. UEFA wishes to sincerely apologise to all spectators who had to experience or witness frightening and distressing events in the build-up to the UEFA Champions League final last week.An independent review will seek to establish a full picture of what occurred.Full details: ⬇️— UEFA (@UEFA) June 3, 2022
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla UEFA Frakkland Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Fótbolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Fleiri fréttir Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Littler hunsaði Beckham óvart „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Sjá meira