Mikil fækkun búa ógnar dreifðri byggð Ólafur Björn Sverrisson skrifar 4. júní 2022 12:29 Gunnar Þorgeirsson er formaður Bændasamtakanna. stöð 2 Búum í landbúnaðargreinum hefur fækkað um 375 á landinu frá árinu 2008 til 2020. Formaður bændasamtakanna hefur áhyggjur af fækkun búa sem hann segir stoð dreifðari byggða. Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum. Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Í skýrslu Hagstofunnar kemur fram að bú voru alls 2.795 árið 2008 í landbúnaðargreinunum fimm en tólf árum síðar hafði þeim fækkað um 375 og voru alls 2.421 í árslok 2020. Með veikari byggðum fækkar fólki Gunnar Þorgeirsson, formaður bændasamtakanna, hefur áhyggjur af þróuninni og veltir því fyrir sér hvort þróunin um ókomna tíð verði sú að færri framleiði meira. „Þetta er talsvert umhugsunarefni og ég held að menn þurfi að líta aðallega til byggðarsjónarmiða í þessari fækkun. Búin hafa auðvitað verið stoð dreifðari byggða þannig þessi fækkun er alvarleg hvað það varðar,“ segir Gunnar. Hann segir þróunina að einhverju leyti afleiðingu hagræðingar í rekstri bænda. „Búum fækkar og þau stækka, það er framleitt meira á hverja einingu. Menn eru bara að reyna að lifa á því sem þeir framleiða, það er lykillinn í þessu.“ Vonast eftir aðgerðum Hvað sauðfjárbúin varðar er fækkunin hins vegar afleiðing lakra kjara bænda og stríðið í Úkraínu bætir ekki úr skák. „Það endurspeglast þá bæði í gríðarlegum hækkunum á áburði og kjarnfóðri og í raun öllum aðföngum í landbúnaði. Rekstrarvara hækkar bara viku eftir viku.“ Gunnar vonast til að sjá einhverjar aðgerðir fljótlega en matvælaráðherra skipaði í gær starfshóp sem mun skila tillögum 13. júní næstkomandi, um aðgerðir í landbúnaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. Breyttar neysluvenjur Búum fækkar í öllum greinum nema búum sem stunda garðrækt og plöntufjölgun sem Gunnar segir afleiðingu breyttra neysluvenja. „Það er verið að borða minna af kjöti og meira af grænmeti en menn gerðu áður fyrr. Það er samt umhugsunarvert af hverju við erum ekki að framleiða meira af grænmeti. Við erum í dag að framleiða um 40% af öllu grænmetinu sem við erum að borða. Þá erum framleiða um 2 prósent af því kornmeti sem við neytum. Við höfum kallað eftir aðgerðum stjórnvalda til að efla jarðræktina. “ Gunnar segir bændur þó spennta fyrir sumrinu en akrar hafa grænkað mikið á vordögum „Það er nú tiltölulega bjart yfir bændum. Það er ekki verið að glíma við kal eða seina sprettu þannig það er bjart yfir okkur bændum að þessu leyti.“ sagði Gunnar Þorgeirsson að lokum.
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira