Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júní 2022 09:25 Ratsjárstöðin í Færeyjum. Hún er í 750 metra hæð á Sornfelli um tólf kílómetra norðvestan Þórshafnar. Wikimedia/Erik Christensen, Porkeri Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík. Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Ratsjármálið hefur verið eldheitt í færeyskum stjórnmálum. Þannig hótuðu forystumenn tveggja stjórnarandstöðuflokka, þeir Høgni Hoydal, formaður Þjóðveldisflokksins, og Bjarni Kárason Petersen, formaður Framsóknar, vantrauststillögu í síðustu viku gegn Jenis av Rana fyrir að bera ratsjármálið ekki undir Lögþing Færeyja. Jenis av Rana hefur látið nægja að hafa utanríkismálanefnd Lögþingsins með í ráðum og sagði Kringvarpi Færeyja að vantraustshótun myndi engu breyta þar um. Ratsjárstöð NATO á Sornfelli var upphaflega reist á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi. Samhliða kom danski herinn upp varðstöð í 260 metra hæð í Mjørkadal neðan fjallsins, um tólf kílómetra norðvestur af Þórshöfn, þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Stöðin varð einnig bitbein í Færeyjum rétt eins og Keflavíkurstöðin á Íslandi. Það var þó áskilið að hermennirnir færu aldrei út úr stöðinni klæddir herbúningum en rekstur hennar var hluti af framlagi Dana til Atlantshafsbandalagsins. Danski herinn rak herstöðina í Mjørkadal. Hún er núna nýtt sem fangelsi.Danski herinn Ný ratsjá var sett upp á Sornfelli árið 1989 um líkt leyti og fjórar slíkar stöðvar risu á Íslandi; á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi við Hornafjörð. Danski herinn lokaði hins vegar stöðinni í Færeyjum í árslok 2006, þremur mánuðum eftir að bandaríski herinn fór frá Íslandi. Herskálarnir voru síðar teknir undir fangelsi. Ólíkt því sem gerðist á Íslandi, þar sem rekstri ratsjárstöðvanna var haldið áfram eftir brottför hersins, var slökkt á ratsjánni í Færeyjum. Danski varnarmálasérfræðingurinn Hans Peter Michaelsen sagði í grein í fyrra að við þetta hafi myndast gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar hafi getað komist óséðar í gegnum. Það sé þetta gat sem NATO vilji stoppa upp í með nýrri ratsjá. Danska þjóðþingið samþykkti í febrúar í fyrra að verja 7,5 milljörðum króna til ratsjárstöðvar í Færeyjum, en með þeim fyrirvara að landsstjórn Færeyinga samþykkti áformin. Efnt var til mótmælafundar í miðbæ Þórshafnar í fyrrasumar. Samtímis efndu íslenskir herstöðvaandstæðingar til samstöðumótmæla við færeysku sendiskrifstofuna við Túngötu í Reykjavík.
Færeyjar NATO Öryggis- og varnarmál Norðurslóðir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira