Höfðu ekki hugmynd um Strætó á Keflavíkurflugvelli Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. júní 2022 12:19 Ferðamenn streyma nú til landsins í stórum stíl. Margir ætla sér að ferðast vítt og breytt um landið en færri vita af almenningssamgöngum hér á landi. Vísir/Vilhelm Flestir þeirra ferðamanna sem Vísir ræddi við á Keflavíkurflugvelli í vikunni virtust ekki hafa hugmynd um að til staðar væru almenningssamgöngur að nafni Strætó sem gæti ferjað þau til höfuðborgarinnar. Flest voru búin undir hátt verðlag og sumir vissu vel af veðursviptingum hérlendis og voru tilbúin í sumar af eintómri rigningu. Lærir tungumál þess lands sem vinnur Eurovision Louise er forfallinn Eurovision aðdáandi og segist hafa tekið það upp hjá sér að læra tungumál þess lands sem sigrar Eurovision á hverju ári. Eins og allir vita átti Ísland að sigra keppnina 2020, þegar Daði Freyr var efstur í veðbönkum áður keppnin var blásin af vegna veirunnar. Hún hefur því reynt eins og hún getur að ná tökum á íslenskunni fram að ferðalaginu hingað til lands og mun eyða næstu viku í Reykjavík. Varðandi samgöngur sagðist Louise meðvituð um Strætó. „Ég gat samt hvergi séð hvar hægt væri að ná einum slíkum. Ég leitaði á Google earth í gærkvöldi áður en ég lagði í hann en sá hvergi stoppustöð þannig ég gafst upp á því og keypti mér bara miða í flugrútuna.“ Hún segist myndu taka Strætó jafnvel þótt hann tæki sér lengri tíma í að koma sér á leiðarenda. „Það er væntanlega ódýrara og sennilega áhugaverðara að fá kynnast almenningssamgöngum frekar en að taka bara sérstaka túristarútu." „Ef það voru einhverjar merkingar fyrir Strætó þá sá ég þær að minnsta kosti ekki“ sagði Louise jafnframt. „Það skrýtna var að í flugvélinni kom tilkynning um að ef fólk vildi kaupa rútumiða til borgarinnar væri það hægt hjá flugfreyjum og þjónum. Þegar þau komu virtust þau samt reyna að bægja mér frá því að kaupa miða af þessum fyrirtækjum.“ Louise mun eyða næstu dögum í Reykjavík til að kynnast menningu og máli landsins.Vísir/Vilhelm Hún er ein á ferð og ætlar að kynnast íslenskri menningu og tungumálinu, eins og áður sagði. Hún starfar sjálf í vísindageiranum en tungumál eru hennar ær og kýr. Hún talar frönsku þar sem hún var búsett í Frakklandi um árabil, en einnig talar hún hollensku og ítölsku. Á síðasta ári hóf hún svo að læra íslensku og nú er hún komin stutt á leið með úkraínsku. Að lokum kvaddi Louise fréttamann á okkar ástkæra, ylhýra og sagðist halda nú til Reykjavíkur. Leiðsögumaður sem fann engar leiðbeiningar Lisa kom til Íslands til að leiðsegja ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum. Hún hefur áður búið á Íslandi en segist ekki hafa náð almennilegum tökum á erfiðri íslenskunni, enn sem komið er. Hún hefur ýmist leigt bíl eða tekið flugrútuna á leið sinni til Reykjavíkur og um landið. „26 evrur fyrir staka rútuferð er svolítið mikið og ég held að það sé engin almennileg samkeppni, það er vandamálið,“ sagði Lisa. Lisa mun leiðsegja ferðamönnum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Hún hafði enga hugmynd um Strætóstoppustöðina á Kjóavelli. „Í hreinskilni sagt hefði ég haldið að strætóferð til Reykjavíkur, hvar sem það nú væri, myndi taka heila eilífð. Mörg óþörf stopp og sennilega strjálar ferðir.“ Aukinheldur segist hún ekki hafa séð neinar merkingar um Strætó á vellinum. Varðandi verðlagið segist Lisa hafa skilning á því þar sem launin séu almennt hærri. „Maturinn er fáránlega dýr, en þetta er kannski ekki svo einstrengingslegt þar sem laun, skattar og önnur gjöld spila inn í en húsnæði er líka sturlað.“ Lisa er mjög hrifin af hálendinu en tekur fram að veðrið valdi henni oft vonbrigðum og hún sé núna tilbúin í heilt sumar af eintómri rigningu. „Veit það ekki, ég var bara að mæta“ Eli og Harriet komu frá Pamplona á norður Spáni. Þau sögðust ekki hafa kynnt sér almennilega ferðamöguleika til Reykjavíkur, eða um landið almennt en tóku flugrútuna þar sem hún lá beinast við. Eli og Harriet munu vinna við húshjálp í sumar.Vísir/Vilhelm „Miðað við Spán þá er þetta strax dýrara. Við vorum samt búin undir þetta verðlag“ sagði parið sem mun starfa við húshjálp næstu mánuði og ferðast um landið – svo lengi sem það mun endast. Lengi ætlað að koma Paul og Vanessa komu frá Bournemouth í Englandi. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn en höfðu lengi haft í hyggju að koma hingað. Þau höfðu kynnt sér ferðamöguleika gaumgæfilega fyrir komuna. „Verðið er auðvitað svolítið sjokk en við höfðum samt heyrt af því. Verðið, veðrið og náttúran er það sem fólk hefur nefnt við okkur sem hefur heimsótt Ísland." Vanessa og Paul sögðust hafa lengi ætlað sér að heimsækja landið.Vísir/Vilhelm Þau ætla sér að njóta nætursólarinnar og munu fara í nokkrar skipulagðar ferðir. Jöklarnir og fossarnir eiga síðan hug þeirra allan. Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Lærir tungumál þess lands sem vinnur Eurovision Louise er forfallinn Eurovision aðdáandi og segist hafa tekið það upp hjá sér að læra tungumál þess lands sem sigrar Eurovision á hverju ári. Eins og allir vita átti Ísland að sigra keppnina 2020, þegar Daði Freyr var efstur í veðbönkum áður keppnin var blásin af vegna veirunnar. Hún hefur því reynt eins og hún getur að ná tökum á íslenskunni fram að ferðalaginu hingað til lands og mun eyða næstu viku í Reykjavík. Varðandi samgöngur sagðist Louise meðvituð um Strætó. „Ég gat samt hvergi séð hvar hægt væri að ná einum slíkum. Ég leitaði á Google earth í gærkvöldi áður en ég lagði í hann en sá hvergi stoppustöð þannig ég gafst upp á því og keypti mér bara miða í flugrútuna.“ Hún segist myndu taka Strætó jafnvel þótt hann tæki sér lengri tíma í að koma sér á leiðarenda. „Það er væntanlega ódýrara og sennilega áhugaverðara að fá kynnast almenningssamgöngum frekar en að taka bara sérstaka túristarútu." „Ef það voru einhverjar merkingar fyrir Strætó þá sá ég þær að minnsta kosti ekki“ sagði Louise jafnframt. „Það skrýtna var að í flugvélinni kom tilkynning um að ef fólk vildi kaupa rútumiða til borgarinnar væri það hægt hjá flugfreyjum og þjónum. Þegar þau komu virtust þau samt reyna að bægja mér frá því að kaupa miða af þessum fyrirtækjum.“ Louise mun eyða næstu dögum í Reykjavík til að kynnast menningu og máli landsins.Vísir/Vilhelm Hún er ein á ferð og ætlar að kynnast íslenskri menningu og tungumálinu, eins og áður sagði. Hún starfar sjálf í vísindageiranum en tungumál eru hennar ær og kýr. Hún talar frönsku þar sem hún var búsett í Frakklandi um árabil, en einnig talar hún hollensku og ítölsku. Á síðasta ári hóf hún svo að læra íslensku og nú er hún komin stutt á leið með úkraínsku. Að lokum kvaddi Louise fréttamann á okkar ástkæra, ylhýra og sagðist halda nú til Reykjavíkur. Leiðsögumaður sem fann engar leiðbeiningar Lisa kom til Íslands til að leiðsegja ferðamönnum í hvalaskoðunarferðum. Hún hefur áður búið á Íslandi en segist ekki hafa náð almennilegum tökum á erfiðri íslenskunni, enn sem komið er. Hún hefur ýmist leigt bíl eða tekið flugrútuna á leið sinni til Reykjavíkur og um landið. „26 evrur fyrir staka rútuferð er svolítið mikið og ég held að það sé engin almennileg samkeppni, það er vandamálið,“ sagði Lisa. Lisa mun leiðsegja ferðamönnum á Íslandi.Vísir/Vilhelm Hún hafði enga hugmynd um Strætóstoppustöðina á Kjóavelli. „Í hreinskilni sagt hefði ég haldið að strætóferð til Reykjavíkur, hvar sem það nú væri, myndi taka heila eilífð. Mörg óþörf stopp og sennilega strjálar ferðir.“ Aukinheldur segist hún ekki hafa séð neinar merkingar um Strætó á vellinum. Varðandi verðlagið segist Lisa hafa skilning á því þar sem launin séu almennt hærri. „Maturinn er fáránlega dýr, en þetta er kannski ekki svo einstrengingslegt þar sem laun, skattar og önnur gjöld spila inn í en húsnæði er líka sturlað.“ Lisa er mjög hrifin af hálendinu en tekur fram að veðrið valdi henni oft vonbrigðum og hún sé núna tilbúin í heilt sumar af eintómri rigningu. „Veit það ekki, ég var bara að mæta“ Eli og Harriet komu frá Pamplona á norður Spáni. Þau sögðust ekki hafa kynnt sér almennilega ferðamöguleika til Reykjavíkur, eða um landið almennt en tóku flugrútuna þar sem hún lá beinast við. Eli og Harriet munu vinna við húshjálp í sumar.Vísir/Vilhelm „Miðað við Spán þá er þetta strax dýrara. Við vorum samt búin undir þetta verðlag“ sagði parið sem mun starfa við húshjálp næstu mánuði og ferðast um landið – svo lengi sem það mun endast. Lengi ætlað að koma Paul og Vanessa komu frá Bournemouth í Englandi. Þau eru að heimsækja Ísland í fyrsta sinn en höfðu lengi haft í hyggju að koma hingað. Þau höfðu kynnt sér ferðamöguleika gaumgæfilega fyrir komuna. „Verðið er auðvitað svolítið sjokk en við höfðum samt heyrt af því. Verðið, veðrið og náttúran er það sem fólk hefur nefnt við okkur sem hefur heimsótt Ísland." Vanessa og Paul sögðust hafa lengi ætlað sér að heimsækja landið.Vísir/Vilhelm Þau ætla sér að njóta nætursólarinnar og munu fara í nokkrar skipulagðar ferðir. Jöklarnir og fossarnir eiga síðan hug þeirra allan.
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Strætó Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00 Mest lesið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið Fleiri fréttir Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sjá meira
Mikil óánægja með samgöngur til og frá Keflavíkurflugvelli Mikil óánægja ríkir vegna þeirra ferðamöguleika sem til staðar eru til og frá Keflavíkurflugvelli. Rútuferð er nánast eini möguleikinn fyrir þá sem kjósa að ferðast ekki á einkabíl og flugvallarbílastæðið á það til að fyllast. 2. júní 2022 07:00