Fótbolti

Man Utd að blanda sér í baráttuna um Eriksen

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Eftirsóttur
Eftirsóttur vísir/getty

Christian Eriksen er einn af eftirsóttari leikmönnum Evrópu í sumar en hann er laus allra mála hjá Brentford.

Eriksen hefur náð undraverðum bata eftir að hafa lent í hjartastoppi í miðjum leik Danmerkur og Finnlands á EM síðasta sumar. Hann hóf að leika með Brentford í ensku úrvalsdeildinni í byrjun þessa árs og var einn allra besti leikmaður liðsins.

Nú eru stærri félög farin að spyrjast fyrir um þennan þrítuga miðjumann sem leikið hefur með Ajax, Tottenham og Inter Milan á ferli sínum.

Nýr stjóri Man Utd, Erik Ten Hag, er sagður hafa haft samband við Eriksen en þeir þekkjast vel og til að mynda æfði Eriksen undir stjórn Ten Hag síðasta vetur þegar Eriksen var að koma sér af stað aftur eftir áfallið.

Ten Hag er að taka til á Old Trafford og hafa margir miðjumenn horfið á braut á síðustu dögum; nægir þar að nefna Paul Pogba, Jesse Lingard, Juan Mata og Nemanja Matic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×