Kínverjar herja á KK á Spotify: „Ég heyri bara í Jóni Gunnarssyni, hann er duglegur að henda útlendingum út“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 22:15 KK segist ekki hafa hugmynd um hvernig kínverskir tónlistarmenn komust á Spotify-listann hans. Vísir Tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson, betur þekktur sem KK, kannast ekkert við þrjú nýjustu lögin sem hann er skráður fyrir á Spotify. Kannski ekki skrítið, því lögin eru kínversk hiphop lög, ekki beint sá tónlistarstíll sem KK er þekktur fyrir. Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“ Tónlist Spotify Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Þegar fréttmaður náði tali af KK kannaðist hann ekkert við lögin og vissi heldur ekki að þau væru nú merkt honum á Spotify. „Ha? Ég veit ekki hvað er í gangi, það kom fyrir einhvern tíma að einhverjir indverskir KK-ar voru út um allt inni á síðunni hjá mér. Ég hafði ekki séð það, ég er ekkert svo mikið að pæla í þessu,“ segir KK og hlær. „Það er mjög stór listamaður í Indlandi, sem heitir KK og er mjög vinsæll, einhvern vegin lak þetta á milli. Ég geri mér enga grein fyrir því hvernig þetta virkar allt saman, það eru ungir menn hjá Alda Music sem fatta hvað er í gangi,“ segir KK. Hér má hlusta á bút úr einu kínversku laganna sem skráð er á KK á Spotify. Hann segist ætla að heyra í sínum mönnum hjá Alda Music eftir helgi svo þeir geti kippt þessu í liðinn fyrir hann. „Ég veit ekkert hvað er í gangi þarna, ég var ekki einu sinni búinn að sjá þetta. Heitir hann KK líka?“ spurði KK blaðamann, sem gat engu svarað enda allur textinn við kínversku lögin á kínversku, sem blaðamaður því miður les ekki. „Kínverjar eru svo margir, þeir verða að vera einhvers staðar. Það er svo mikið pláss hjá Íslendingum að þeir eru farnir að koma til okkar,“ segir KK og hlær. „Ég verð kannski bara að tala við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og hann reddar þessu. Hann er duglegur að henda útlendingum út.“
Tónlist Spotify Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“