Yfirvöld hafa ekki gefið út tölu látinna en Adelegbe Timilevin, fulltrúi Owo-héraðs á nígeríska þinginu, segir að minnsta kosti 50 látna. Aðrir telja tölu látinna enn hærri, segir AP um málið. Þá greindir Timilevin frá því að árásarmennirnir hefðu einnig numið prest kirkjunnar á brott.
Arakunrin Akaredolu, ríkisstjóri Ondo-fylkis, birti yfirlýsingu á Twitter um skotárásina þar sem hann hvatti fólk til að halda ró sinni og leyfa öryggisstofnunum að sjá um að bregðast við árásinni. Þá sagði hann:
„[E]kki taka lögin í eigin hendur. Árásarmennirnir munu aldrei sleppa. Við erum á hælunum á þeim. Og ég get fullvissað ykkur að við munum ná þeim!“
I was at the scene of the terror attack on innocent worshipers at St. Francis Catholic Church in Owo, today. I also visited the hospitals where survivors of the attack are receiving medical attention.
— Arakunrin Akeredolu (@RotimiAkeredolu) June 5, 2022
The attack was the most dastardly act that could happen in any society. pic.twitter.com/I8xv80CTfL
Árásir mótorhjólagengja eru tíðar í norðurhluta Nígeríu, þar sem hryðjuverkamenn Boko Haram hafa herjað á þorp og drepið þorpsbúa. Slíkar árásir eru sjaldgæfar í suðvestur Nígeríu og Ondo-fylki er almennt þekkt sem rólegt fylki.
Hins vegar er einungis liðin vika frá öðrum kirkjuharmleik í Nígeríu þegar 31 lést og margir slösuðust í troðningum á kirkjumarkaði í borginni Port Harcourt í suðurhluta landsins.