Arnar Þór: Fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inná í dag Smári Jökull Jónsson skrifar 6. júní 2022 21:57 Arnar Þór Viðarsson er landsliðsþjálfari Íslands. Vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson sagði að það hefði verið taktísk ákvörðun að setja Albert Guðmundsson ekki inn á í síðari hálfleiknum gegn Albaníu í kvöld. Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Margir veltu fyrir sér af hverju Albert, sem leikur með Genoa í ítölsku Serie A deildinni, hefði ekkert komið við sögu í leiknum í kvöld. Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari var spurður út í þetta á blaðamannafundi að leik loknum. „Þetta eru fimm skiptingar og þrjú tækifæri til skiptinga sem maður hefur. Maður þarf sem þjálfari að vera með ákveðna taktík fyrir leik og síðan í leiknum eftir því hvernig hann þróast,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundinum og bætti við að þreyta og meiðsli hefði haft áhrif á hvernig skiptingar Íslands urðu. „Til dæmis var það núna þannig eins og með Þóri (Jóhann Helgason), orkan var sú ekki sama hjá honum í dag, Jón Dagur spilaði mjög mikið í Ísrael og þetta voru tvær stöður sem við vildum nota eitt tækifæri til skiptingar í strax,“ sagði Arnar Þór en þá komu Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson inná. Arnar Þór gefur sínum mönnum fyrirmæli á hliðarlínunni á meðan Alfons Sampsted gerir sig kláran í að taka innkast.Vísir/Diego „Birkir (Bjarnason) meiðist og fer útaf. Arnór Sigurðsson hefur ekki spilað mikið undanfarið og hann er búinn að gefa rosalega mikið af sér í þessum tveimur leikjum. Þá er spurning, við vorum með Albert og við vorum með Mikael Neville sem getur spilað hægri kant og Mikael Egil (Ellertsson) sem getur spilað hægra megin.“ „Það var einfaldlega taktísk ákvörðun að setja Mikael Egil inn á hægri kantinn og bíða aðeins með síðustu og fimmtu skiptinguna. Það voru fleiri leikmenn en Albert sem komu ekki inn á í dag.“ „Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll“ Arnar Þór sagði Albert ekki sáttan með stöðuna. „Hann er hundfúll. Ég væri hundfúll út í hann ef hann væri ekki fúll. Það er liðsheild sem hefur alltaf fleytt okkur áfram, íslenska landsliðinu. Ég sagði líka við strákana út í Ísrael að við höldum alltaf að allir af okkar bestu leikmönnum hafi alltaf verið í byrjunarliðinu. Til dæmis var Jóhann Berg ekkert alltaf í byrjunarliðinu þegar hann var ungur, ekki heldur Birkir Bjarnason.“ Hann bætti við að Albert hefði spilað nær alla leiki síðan hann tók við sem landsliðsþjálfari. „Fyrir alla þá sem koma ekki inn þá eiga þeir að vera fúlir og síðan ræðum við það og hvernig við leggjum næsta leik upp. Ef ég tek alla leikina frá því ég var landsliðsþjálfari þá held ég að hann hafi spilað örugglega 95% af leikjunum.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30 Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42 „Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52 Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Bruno til bjargar Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Einkunnir Íslands: Engar flugeldasýningar Ísland náði í annað stigið sitt þegar þeir gerðu jafntefli á móti Albönum fyrr í kvöld á Laugardalsvelli. Leikið var í annarri umferð annars riðils B deildar Þjóðardeildarinnar og enduðu leikar 1-1 í kaflaskiptum leik. 6. júní 2022 21:30
Twitter um landsleikinn: „Betur má ef duga skal“ Ísland og Albanía gerðu 1-1 jafntefli þegar liðin mættust í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og áður hafði þjóðin ýmislegt um leikinn að segja á Twitter. 6. júní 2022 20:42
„Við Skagamennirnir erum allir með mjög góða tengingu“ Við erum svekktir að vinna ekki leikinn. Mér finnst við fá betri færi í leiknum, sagði Ísak Bergmann Jóhannesson eftir 1-1 jafntefli Íslands og Albaníu í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í kvöld. 6. júní 2022 21:52